Freyr

Årgang

Freyr - 01.05.1960, Side 34

Freyr - 01.05.1960, Side 34
186 FRE YR GARDYRKJUÞÁTTUR Klipping berjarunna RiDti- eSa öðru nafni rauðberjarunnar mega teljast algengir í görðum víðs vegar um land enda harðgerðasta tegund berja- runna og jafnframt ein harðgerðasta teg- und trjákenndra plantna sem völ er á í garði. Útbreiðsla sólberja er mun minni, enda eru þau viðkvæmari og vandmeðfarnari, gera t. d. meiri kröfur til hita. Fullyrða má, að ah.t of lítið er gert af því að rækta berjarunna til nytja. Flestir gróðursetja þá samt í þeim tilgangi en gleyma skjótt að hirða um þá eins og skyldi með þeim af- leiðingum að berjatekjan verður rýr. Ekki livað sízt er trassað að kiippa eða grisja og laga þá til og að auki að veita þeim alhliða næringu í ríkum mæli. Þeir, sem hlúa vel að berjarunnum sínum, verða ríkulega laun- aðir af safamikium og bætiefnaauðugum ávöxtum, sem nota má á margvíslegan hátt til matar. Segja má, að markmið klippingar berja- runna sé þrenns konar: 1. Að mynda opna runna þannig, að birta, ylur og loft eigi auðvelt með að leika um þá. Fái ruunnarnir að vaxa ósnertir, verða þeir fljótlega þéttir og aukin ski'yrði skapast fyrir árás kvilla, bæði á blöð og ber. 2. Að skapa sem stærsta klasa og ber. Eldri greinar verða því að víkja fyrir þeim yngri sem eru frjósamari. 3. Að laga til runnana svo vöxtur þeirra beinist sem mest upp á við. Á mörgum afbrigðum berjarunna hafa greinarnar ti’hneigingu til að sveigjast út og niður að moldu. Til dæmis er þetta algengt með sólber og algengara á eldri runnum en þeim yngri. Oftast hefur þetta í för með sér, að þroskun verður ójöfn, berin óhreinleg af mold og jafnvel rotna. Berjatíns'a verður einnig tafsamari. Nú munu ribs og sólberj arunnar oftast 5—6 ára, þegar þeir eru gróðursett- ir á frambúðarstað; eru þá oftast 4—5 greinar á plöntunum. Fyrsta árið eftir gróðursetningu þurfa þær ekki mikillar klippingar við. Það litla, sem kemur til greina, beinist aðallega að veikbyggðum greinum, sem fjarlægðar eru alveg, og ennfremur að þeim greinum, sem kunna að vera of kræklóttar eða sitja af- laga, t. d. krosslægjur. Þróttmestu grein- arnar eru ekki skertar, því þær eiga að bera klasa annað árið, svo fremi plönutrnar séu vænar við gróðursetningu. Frá öðru ári má finna klasana á þéttum og stuttum hliðargreinum, dverggreinum sem öðru nafni nefnast aldingreinar. Á sólberj arunnum er því þannig varið, að strax og aldingrein er orðin 3—4 ára, fer stærð klasa og berja minnkandi. Við eðli- lega klippingu er því ráðíegast að fjarlægja allar greinar, sem náð hafa þessum aldri. Greinar, sem t. d. myndast í ár, eru klippt- ar þannig burt árið 1963 eða 1964. Með því að fjarlægja eldri greinar, er alltaf unnt að yngja upp runnana, því nýjar og frjó- samar greinar vaxa fljótlega upp frá rótar- hálsi eða neðan til frá eldri greinum. Sé um mikla nýmyndun sprota að ræða neðst á eldri greinum, er stýft þar við, að öðrum kosti eru gamlar greinar skornar eins ná- lægt moldu og hægt er. Allar þær greinar, sem leggjast mikið út eða sveigjast að moldu, eru stýfðar strax og ber á þessari tilhneigingu. Ennfremur eru allar særðar greinar og krossiægjur teknar burt. Nægir oftast að skera skaddaðar greinar rétt innan við sár- ið, séu þær mjög ungar, eldri greinar eru alveg teknar. Við góða jarðvinnslu og rétta notkun áburðar helzt eðlileg vaxtaraukn- ing í fjölda mörg ár hjá runnum, sem klipptir eru á fyrrnefndan hátt og nýmynd- un sprota mun altlaf vera nægileg. Þegar að klippingu ribsrunna kemur, þarf að hafa í huga, að greinarnar þola að vera nokkru eldri en á sólberjarunnum, án þess að veruleg minnkun eigi sér stað á klösum og berjum. Úr því greinar eru orðnar 4—5 ára dregur úr vexti berja. Ti'högun klippingar er að öðru leyti hag- að á svipaðan hátt og með sólber.

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.