Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.05.1960, Qupperneq 25

Freyr - 01.05.1960, Qupperneq 25
FREYR 177 Tvennt ber að' hafa sérstaklega í huga: í fyrsta lagi eru sí og æ heimtuð meiri af- köst og auðleystari viðfangsefni samfara auknu öryggi í meðferð og starfi þeirra véla, sem fyrir hendi eru. Þetta kann að hljóma falskt í eyrum þegar hin tíðu slys eru höfð í huga. En þegar það mál er krufið til mergjar, kemur svo margt til álita, að enginn kostur er að gera því viðunandi skil hér. í öðru lagi ber sérstaklega að benda á, að það fjármagn, sem vélvæðing landbúnað- arins heimtar í sinn hlut, vex svo gífurlega með hverju ári, að uggvænt er. Samhjálp þjóðfélagsins hefur þegar viðurkennt, að þegar um höfuðatvinnuvegi okkar er að ræða, verður ekki hjá því komist, að hún komi á einn eða annan hátt til hjálpar þegnunum, þegar til þess kemur að vélvæða atvinnuvegina. Mun það ljósast þeg- ar sjávarútvegur er athugaður. ★ Þegar nauðsynjar búandliða eru metnar á þessa leið, þ. e. nauðsyn þeirra að beygja véltækni til þjónustu við þá, verður að hafa hugfast: í fyrsta lagi: Kröfum þjóðfélagsins á hendur bændastéttinni um sí aukin afköst samfara fækkandi höndum, sem að land- búnaði starfa, er ekki unnt að svara, svo viðunandi sé nema með auknum og bætt- um vélakosti. í öðru lagi verður að gera sér þess fulla grein hvert fjármagn liggur í vélakosti eins heimi’is eða þó öllu heldur þeim tækj- um, sem þurfa að fylgja einni dráttarvél svo hún nýtist að fullu. Sú vélasamstæða mundi líta út eitthvað á þessa leið, og er þá Ferguson dráttarvél tekin sem dæmi. Taka skal ég það fram til að fyrirbyggja mis- skilning að ég nefni ekki þessa vél af því að erindi mitt hingað sé á nokkurn hátt það, að gerast má'.svari einhverrar sér- stakar tegundar dráttavéla. Til slíks mats skortir mig þekkingu enda liggur það mjög í grun mínum, að torvelt sé að sanna ágæti einnar tegundar dráttarvéla fram yfir allar aðrar svo að hvergi kenni hlutdrægni eða ofmats. Miðað við verðlag þessara gripa eins og það var s. 1. sumar og miðað við sölu- verð hér í Reykjavík, og því ógetið flutn- ingskostnaðar út á land var það: Dráttarvél .................. Kr. 52.700.00 Sláttuvél ..................... — 6.300.00 Múgavél (ýmsar teg. fáanl.) — 9.500.00 Vögur (líka nefnt heygreip) — 4.000.00 Heyvagnkerra og lagar- dreifari (samb.) ............. — 12.000.00 Mykjudreifari (eftir gerð) 11.000.00 til — 13.700.00 Áburðardreifari (f. tilb.áb.) — 5.500.00 Tætari ................... —< 13.700.00 Samt. 117.400.00 Þar sem þéttbýlt er, mundi auðgert að þrír bændur ættu saman þrjá hina síð- asttöldu gripi mundi þó falla í hvers hluta rúmar 100 þúsundir ef flutningskostnað- ur er talinn með, og þó alls hófs gætt. — Það sem hér er talið eru aðeins þau tæki, sem bundin eru fóðuröflun og jarðrækt, og þó svo smátt til nefnt vegna jarðræktar að dálítið vafamál er, hvort rétt er að hafa þetta með. Tætarinn er þó nefndur hér vegna þess, að skammt mun að því marki margra bænda, að þeir neyðist til að taka til við endursléttun túna sinna. Jarðrækt- arvélar okkar, þær hinar stærri, — þó góð- ar séu — ráða ekki við að breyta þeim lög- málum, sem íslenzk þúfnamyndun hlýðir. Lögum móður náttúru verður ekki breytt þó að nýjar vélar komi ti!. Túnin þýfast því aftur, enda þekkt, að mörg af jarð- ræktarstörfum fyrri ára, hinna stórvirku véla, bera glögg merki gelgjuskeiðsins í ís- lenzkri túnrækt, enda vel ef þeirra kenn- ir hvergi þegar í dag. Það skal játað, að erfitt er að slá því föstu í dag, hversu við þessu verður brugðist. Trú- legt er þó, að sá þátturinn verði mörgum þungur í vöfum, og þó enn þyngri á pyngj - unni, ef heimaiðju gætir þar að engu. Er því ekki ósennilegt að þess kenni meir að tætarinn dugi ekki einn, en að hann verði óþarfaliður í rófunni á dráttarvél- inni. Hér sannast sem oftar, að ekki er minni vandi að gæta fengins fjár en að

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.