Freyr

Årgang

Freyr - 01.05.1960, Side 9

Freyr - 01.05.1960, Side 9
FREYR 161 orðið meiri, þ. e. árið 1955, er fluttar voru inn 728 slíkar vélar, en það voru yfirleitt talsvert minni gerðir. Fimmta tafla sýnir innflutninginn árið 1958 en tölurnar um heildarbúvélaeign bænda eru ekki ná- kvæmar, þar sem engin könnun hefur ver- ið á henni gerð síðan árið 1947, en aðeins verið hægt að áætla lauslega, hve mikið hefur verið tekið úr notkun árlega af hin- um ýmsu vélum. Árið 1958 voru fluttir inn 103 rússneskir jeppar í þágu landbúnaðar- ins, en 200 árið áður. Alls er áætlað, að fjárfesting í vélbúnaði landbúnaðarins ár- ið 1958 hafi numið 62 millj. kr., er skiptist þannig: Landbúnaðarvélar og tæki um 20 millj. kr., dráttarvélar um 36 millj. kr og jeppabifreiðar um 6 millj. kr. Þetta er rúmlega 50% aukning frá árinu áður, en sú aukning stafar mest af hækkuðum gjöldum á erlendum gjaldeyri, er lögð voru á með efnahagsráðstöfunum í maí 1958. 4. TAFLA. Búvélaeign landsmanna. í árslok Innfl. Vélknuin tœki: 1957 1958 Samtals Beltadráttarvélar 286 286 Hjóladráttarvélar 4.335 509 4.844 Garðdráttavélar 152 2 154 Skurðgröfur 50 2 52 í árslok Innfl. Verkfœri við dráttarvélar: 1957 1958 Samtals Plógar 1.211 16 1.227 Herfi 744 2 746 Plógherfi 58 1 59 Sláttuvélar 4.111 438 4.549 Jeppasláttuvélar 140 140 Vagnsláttuvélar 20 20 Snúningsvélar 872 872 Rakstrarvélar 115 36 151 Múgavélar 1.524 587 2.111 Heyhleðsluvélar 170 15 185 Mykjudreifarar 354 14 368 Áburðardreifarar 725 18 743 Kartöflusetjarar 40 17 57 Kartöfluupptökuvélar 77 6 83 Jarðvegstætarar 112 49 161 Ávinnsluherfi 249 249 Ámoksturstæki 406 182 588 Heygreipar 50 78 128 í árslok Innfl. Hestaverkfœri: 1957 1958 Samtals Plógar 1.146 1.146 Herfi . 1.488 1.488 Áburðardreifarar . 1.307 1.307 Rakstrarvélar . 3.916 38 3.954 Snúningsvélar . 1.819 1.819 Múgavélar 496 496 í árslok Innfl. Onnur tœki: 1957 1958 Samtals Kartöfluflokkunarvélar . 125 125 Úðarar 717 717 Duftdreifarar 552 552 Mjaltavélar 908 103 1.011 Saxblásarar 77 77 Heyblásarar 161 43 204 Bústofn. Á 5. töflu er sýnd tala búfjár síðustu fimm ár. Sauðfénu hefur fjölgað um 5 þús. á ár- inu, og er það allmiklu minni aukning en á undanförnum árum. Nautgripunum fækk- aði nokkuð á árinu eða um 1100, en kúa- fjöldinn minnkaði um 2 þús. og voru kýr taldar vera rúmlega 31 þús. í árslok. Hross- um hélt áfram að fækka og nam fækkunin rúmlega þúsund hrossum. 5. TAFLA. Bústofn samkvœmt búnaðarskýrslum i árslok 1954—1958. Sauðfé Nautgripir Hross 1954 635.080 47.328 37.180 1955 ............... 657.294 45.499 35.172 1956 706.291 47.509 33.928 1957 ............... 769.777 49.036 33.055 1958 .............. (775.000) (48.000) (31.000) Ath. Svigatölurnar eru að nokkru áætlaðar. BYGGINGAR. íbúðabyggingar í sveitum urðu tals-vert minni en árið áður. Til byggingar útihúsa í sveitum er áætlað, að varið hafi verið 108,3 millj. kr. eða 6,7 millj. kr. meira en árið áður. Byggð voru fjós yfir 2.292 kýr, fjárhús yfir 38 þús. fjár, hlöður að rúmmáli 170 þús. teningsmetrar og önnur útihús að rúmmáli 68 þús. teningsmetrar.

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.