Freyr - 01.05.1960, Qupperneq 11
FREYR
163
þau gefa hlutfallslega litla uppskeru við’
slátt og stafar það af því hvað mikið vill
verða eftir við rótina.
í þessum hópi eru grösin, sem mest ber á
í gömlum túnum og högum, eins og vallar-
sveifgras, túnvingull og língresi. Þau grös
eru líka öll fremur seinsprottin, en geta
haldið sprettunni lengi og tréna seint.
Beitin.
Af þessu má svo draga eftirfarandi á-
lyktanir: Það er ekki rétt að beita túnin
hart á vetrum.
Það er ekki rétt að beita allt túnið holt og
bolt vor og haust. Þá hverfa uppskerumestu
og beztu slægjugrösin, og jafnframt þau
fljótsprottnustu.
Með því að hafa ákveðna hluta ræktar-
landsins til beitar, og hlífa öðrum við henni
að mestu, má fá meiri heildaruppskeru.
Á þeim hlutum, sem aldrei eða sjaldan
eru beittir, mundu hávöxnu sláttugrösin
haldast, og þar mætti eflaust hefja slátt
viku til hálfum mánuði fyrr en á túni, sem
hefði orðið fyrir vorbeit.
Tilraunir á Laugardælum hafa sýnt, að
nóg er að ætla 0,4 ha ræktaðs lands á
miólkurkú til sumarbeitar, og að hægt er
þó að slá helminginn af því landi einu
sinni, með beitinni, þegar vel sprettur.
í þessum tilraunum kom hka í Ijós, að
enginn ávinningur var í því að gefa kúnum
kraftfóður með beitinni; það cama hafði
líka komið í ljós í tilraunum á Hvanneyri.
Ef menn nú taka frá svæði af elztu tún-
unum eða ræktuðu beitilandi, sem svarar til
0,4 hektara á hverja kú, nota það eftir þörf-
um til vorbeitar fyrir lambfé og handa
mjólkurkúnum yfir sumarið og hluta til
slægna ef vel sprettur. en hlífa öðrum
hlutum túnsins, sérstaklega þeim yngstu,
algerlep;a við beit, þá mega þeir vera vissir
um að þeir fá meiri heildarafrakstur.
En fleira er matur en feitt ket, og við eig-
um mikið af öðrum beitarlöndum en rækt-
uðum, sem ekki er rétt að vanmeta; ég á
bar bæði við afréttarlöndin og heimahaga
óræktaða.
Það er risin mikil áhugaalda um rann-
sóknir á afréttarlöndum, heitarboli þeirra
og uppgrœðslu. Þetta er auðvitað eitt okkar
stóru mála, er raunar bæði landvarnar- og
landhelgismál; enginn getur með réttu
helgað sér land nema því aðeins, að hann
nýti það, og noti á skynsamlegan hátt. Því
ber okkur að fylgjast með hvað líður notk-
un eða ofnotkun afréttanna
Víða eru líka hafnar athuganir á þessu
sviði, bæði á vegum einstaklinga, búnaðar-
sambanda og síðast en ekki sízt hjá At-
vinnudeild Háskólans, af mönnum, sem
mesta sérþekkingu hafa ^þessu sviði. Von-
andi verður þeim öllum haldið áfram.
En við skulum líta nær okkur. Þó að auka
megi vöxt og grózku afréttargrasanna mjög
með áburði, er nær fullvíst, að fyrir sama
áburðarmagn fæst meiri vaxtarauki í
byggð.
Og einn liðurinn í því að létta á afrétt-
inurh ef ofsetinn er, og jafnframt bæta af-
urðir fjárins, er að rækta heimahaga fyrir
það haust og vor.
Vel þekktar eru tilraunir á Hesti og víðar
með fitun sláturlamba á káli og nýrækt, og
sá góði árangur, sem þær hafa borið.
Beitilandið.
Nú hefur geysimikið af mýrlendi verið
þurrkað upp á fjölda jarða. Þetta land bíð-
ur svo mislengi þangað til að það er tekið
til ræktunar.
f góðri uppþurrkaðri mýri eru fólgnir
miklir fjársjóðir.
Athugun var gerð með það á Sámsstöð-
um, á árunum milli 1930—’40, hve mikið
grasvöxturinn ykist á mýrlendi við upp-
þurrkun og gróðurfarsbreytingu sem henni
fylgir.
Árið sem landið var ræst fram gaf það
sem svaraði 5,6 hestburðum af hektara, en
9 árum síðar nákvæmlega 7 sinnum meira,
eða 39.2 hestburði og hafði það farið jafnt
vaxandi öll árin. Þetta land fékk engan á-
burð, en gaf þó meira af sér en meðaltal
er fyrir tún á öUu landinu. Á þessum tíma
breyttist graslagið algjörlega, úr hálfgrös-
um í beztu túnjurtir.
Nú eru mýrar sjálfsagt víða steinefna-
snauðari en á Sámsstöðum. og þar mundi
bessi árangur ekki nást nema með því að
bera á þær nokkuð af steinefnum.
Tilraunir, sem gerðar hafa verið á Reyk-