Freyr

Årgang

Freyr - 01.05.1960, Side 17

Freyr - 01.05.1960, Side 17
FREYR 169 ræslu áburðar o. s. frv., beitarþol, hvort þeim hentar betur hreinrækt eða sambýli og þar fram eftir götunum. Fullreynt verði hvort hægt sé að rækta fræ af beztu íslenzku fóðurgrösunum í stór- um stíl í landinu, og auka afköst þeirra með kynbótum. Hæfum manni (eða stofn- un) verði falið að annast um sáðvöruinn- flutning okkar. Hann sæi um, að ekki yrðu fluttar inn aðrar tegundir og stofnar en þeir, sem hefðu sannað yfirburði sína yfir ísl. grös í tilraunum og hann semdi um ræktun á fræi þeirra tegunda erlendis, ef það væri ekki á markaði, svo og á íslenzku fræi ef ekki reyndist kleift að framleiða það innanlands. Með slíkri skipan mála, eða annari betri, hillir undir þann framtíðar möguleika, að bændur geti fengið rannsakað það land, sem þeir ætla að taka til ræktunar og síðan úr því skorið hvaða. meðferð það skuli fá, hvaða grastegundir mundu þrífast bezt í því og að fræ af þeim tegundum væri þá á boðstólum, og síðan hvaða meðferð nýrækt- in skuli hljóta til að geta skilað varanleg- um hámarksarði. Á slíkri þjónustu ættu bændur vissulega að eiga kost af hendi þeirra stofnanna, sem ríkið rekur, atvinnuvegi þeirra til aðstoðar. Mér er ljóst, að tilraunir þær, sem að framan getur, yrðu mjög yfirgripsmiklar og tímafrekar, en við því er ekkert að segja, séu þær nauðsynlegar. Vel get ég hugsað mér að fella mætti niður eitthvað af þeim áburðar- fóðurjurta- og garðræktartilraunum, sem í gangi eru á stöðvunum í staðinn, ef þær eru minna aðkallandi, eða búnar að skila niðurstöðum. Einnig að stöðvarnar geti skipt með sér verkum varðandi þá þætti til- raunanna, sem ekki snerta veðurfarið í landshlutunum beint, ef það gæti flýtt fyrir niðurstöðum. Þó að ýtarlegar nýræktartilraunir yrðu dýrar er þó dýrara að gera þær ekki. Þær þjóðir sem lengst eru komnar á sviði landbúnaðar, leggja mikla áherzlu á til- raunastarfsemi og rannsóknir í þágu hans, enda efast ég um að nokkur þeirra mundi leyfa sér þau vinnubrögð, sem við höfum látið duga í okkar nýræktarstórfram- kvæmdum. Þetta kann að vera eðlilegt vegna þeirrar byltingar, sem orðið hefur á þessu sviði, en tími er kominn til að taka þetta mál föstum tökum. Forráðamönnum landbúnaðarins er ef- laust ljós þörfin fyrir rannsóknir í þágu hans, en hitt efast ég um, að réttir aðilar hafi gert sér nógu glögga grein fyrir því hve okkar miklu nýræktarframkvæmdir eru byggðar á ótraustum grunni. Ég hef hreyft hér við máli, sem aðrir hafa væntanlega betri yfirsýn yfir. Vænti ég þess, að þeir leiðrétti það sem ranglega kann að vera athugað, og hundsi ekki það, sem þar kann að vera fram yfir. Tilefnið er sá grunur minn, að ekki drjúni smjör af ö'lum þeim stráum, sem nú er eytt áburði á í túnum íslenzkra bænda. Og einn- ig sá að „leiðin til bættra lífskjara." fyrir framgjarna þjóð, sem lifa vill sjálfstæð í landi sínu, liggi ekki endilega framhjá kjörborðinu á kosningadegi, heldur einnig — og ekki síður — um vel gróna töðuve'li framtíðarinnar. Eysteinn G. Gíslason. BÆN D U R! Öxlar með vöru- og fólksbílahjólum, vagnbeizli og beizlisgrindur, kerrur með sturtubeizli án kassa. — Gamla verðið, hjá Kristjáni Júlíussyni, Vest- urgötu 22, Reykjavík, - sími 22724.

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.