Freyr

Årgang

Freyr - 15.01.1962, Side 8

Freyr - 15.01.1962, Side 8
20 PRE YR Þegar vatnsmagnið hefur verið mælt, er það borið saman við vatnsþörf heimiiisins, og er þá rétt að taka tillit til væntanlegrar eða líklegrar stækkunar búsins. Vatns- þörfin á einstakling fyrir sólarhringinn reiknast þannig: Kýr 50 1 -f fljótvirk mjólkurkæling 50 1 = 100 1 Hestur 30 - Kind 5 til 10 - Maður 100 til 300 - Oftast reikna ég með 200 1 fyrir mann- inn, en í vatnsþröng má komast af með 100 1, og jafnvel minna, ef sparnaðar er gætt. — Ef mjólkin er kæld í vatnsþró, þarf miklum mun meira vatn heldur en ef að fljótvirk kælitæki eru notuð. Ákjósanlegast er, ef hóll eða hæð er ná- lægt bænum, þar sem hægt er að koma fyrir vatnsþró í hæfilegri hæð þannig, að nóg fall verði fyrir leiðsluna til bæjarins. Stundum er og hægt að koma fyrir vatns- þró í risi hússins. Ef vatnsþró verður komið við, þá má komast af með miklu minna uppsprettuvatn og ódýrari leiðslur. Ég vil skýra þetta með dæmi: Fyrir stuttu síðan kom til mín bóndi utan af landi. Héraðsráðunautur hans hafði mælt fyrir vatnsleiðslu hjá honum: lengd leiðslunnar og fall, og nú bað bónd- inn mig að áætla fyrir sig pípuvíddina. — Vatnsþörfin var 5500 1/sólarhring. Nú eru takmörk fyrir því, hvað menn þola langa bið eftir því að vatnsfata fyllist undir krananum. Ætli að flestum finnist ekki nóg að bíða í 1 mínútu? Sé við það miðað, þarf rennslið að vera 0.167 1/sek. Þessi bóndi hefði þá með naumindum komizt af með 1” pípur. Ég spurði hann eftir aðstöðunni, og kom þá upp úr kaf- inu að bærinn stóð undir hæðarenda, sem var hærri en bærinn. Ég sagði bóndanum að steypa vatnsþró í ákveðinni hæð og þá gat hann komizt af með %” pípur. Vega- lengdin var um 900 m. Á pípunum spar- ast rúmlega 3500 krónur. Aftur á móti þarf hann að steypa vatnsþró í einum móta- hring fyrir votheysgryfjur, sem er um 1 m á hæð og 4 m í þvermál, og tekur um 12000 1. Þessi stærð er miðuð við það að mótin eru til. Annars mátti komast af með minni þró. Úr þrónni fær hann miklu örara rennsli í bæ og fjós heldur en feng- izt hefði beint úr lindinni með 1” leiðslu, og í þrónni er mikill vatnsforði til staðar, sem gott getur orðið að grípa til, ef bruna ber að höndum. í %” leiðslunni, sem ligg- ur að vatnsþrónni, verður vatnsrennslið um 0.06 1/sek., en í 1” leiðslunni um 0.16 1/sek. í þessu tilfelli var yfirgnæfandi vatn í uppsprettunni, en ef vatnsmagnið hefði nú aðeins verið 0.36 1 og ekki verið hægt að koma við vatnsþró, þá hefði tekið um 3 mínútur að fylla 10 1 vatnsfötu. Uppsprettuvatn, á víðavangi, mun sjald- an hættulegt til neyzlu, og því sjaldan ástæða til þess að láta efnagreina það af þeirri ástæðu. Þó þarf að gjalda varhuga við dýjum, sem skepnur kunna að hafa drepizt í og rotnað, munu þau raunar fljótt verða hættulaus, ef þau eru ræst vel fram og sjálf uppsprettuholan síðan einangruð. En vatn getur verið misgott, þótt það sé ekki hættulegt. Enda þótt nokkurt járn sé í vatni er það ekki heilsu- spillandi, en það þykir þó að flestu leyti hvimleitt. Oftast er nóg að prófa vatn með því að smakka á því köldu og heitu, sjóða það, til þess að vita, hvort nokkur brá eða botnfall myndast og prófa hvort sápa freyðir í því. Síðan plastpípur komu á markaðinn, eru þær teknar fram yfir aðrar pípugerðir í

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.