Freyr

Árgangur

Freyr - 15.01.1962, Blaðsíða 12

Freyr - 15.01.1962, Blaðsíða 12
24 FRE YR FRÁ VERKFÆRANEFND RÍKISINS: Prófun búvéla 1961 Starfsemi Verkfæranefndar ríkisins árið 1961 var með líku sniði og undanfarin ár. Unnið var að prófun landbúnaðarvéla og verkfæra, en einnig allmikið að heyverk- unartilraunum í samvinnu við Tilrauna- ráð búfjárræktar. Eftirtalin verkfæri voru reynd á árinu: Frá Dráttarvélum h/f; Reykjavík: Blanch-þyrildreifari fyrir tilbúinn áburð. Hjólmúgavél, Blanch. Lyftutengd. Kartöfluupptökuvél, Massey-Ferguson 711. Frá Glóbus h/f, Reykjavík: Ámoksturstæki, Lien. Grasknosari, Buchtrup. Heyþeytir, Vicon-Speeder. Hjólmúgavél, Vicon-Combirake, 6 hjóla. Gascoigne sogskiptir, ný gerð. Kartöfluupptökuvél, Samro-Special Frá Kristjánsson h/f, Reykjavík: Heyflutningsblásari, Toron. Frá Magnúsi Sigurlássyni, Þykkvabæ: Kartöfluupptökuvél, Amazone. Frá SÍS, Reykjavik: Sláttutætari, New-Holland. Grasknosari, New-Holland. Hjólmúgavél, Bamfords RG-2, ný gerð. Hjólmúagvél, Bamfords SG-1, tengd framan á traktor. Kartöfluupptökuvél, Underhaug. Kartöfluupptökuvél, BAV. Frá Sölvason & Co., Selfossi: Mjaltavél, Westfalia. Auk framangreindra tækja voru reynd 2 skurðhreinsitæki, sem Vélasjóður gekkst fyrir, að flutt voru inn. Prófun kartöfluupptökuvélanna var ein- göngu fólgin í athugunum á vinnubrögð- um við upptöku hjá bændum víðs vegar um Suðurlandsundirlendið. í fyrsta tölublaði Freys á þessu ári er nokkuð greint frá tilraunum með gras- knosara. í þessari grein mun verða skýrt frá helztu niðurstöðum tilrauna með skurðhreinsitæki, mjaltavélar og hey- blásara. Carter-skurðhreinsitœki. Carter-skurðhreinsitækið er tengt á þrí- tengi traktors og því stjórnað að nokkru með vökvalyftu hans. Helztu hlutar þess eru vinnuarmurinn og skúffan, en hún hangir í járnboga aftast á honum. Skúff- an er rennuiaga og tekur 60 1 sléttfull. Þegar hreinsað er með tækinu upp úr skurði, er traktornum ekið aftur á bak þvert á skurðinn. Vinnuarmurinn er síðan látinn falla niður og svo ekið hægt áfram. Snýst þá skúffan um festibolta sína og tekur um leið í sig jarðveg úr botni skurðs- ins. Hún er síðan dregin upp skurðbakk- ann, eða henni lyft með vökvalyftu trakt- orsins. Hvolft er úr henni með því að kippa í taug, sem liggur úr skúffulæsing- unni og fram á traktorinn. Skurðhreinsitækið var flutt til landsins á s. 1. vori fyrir tilstilli Vélasjóðs og kost- aði þá um 10.000 kr.. — Tækið var prófað af Verkfæranefnd að Hvanneyri og notað alls í 100 klst. Með því voru hreinsaðir bæði engja- og túnskurðir og skal hér greint frá þeirri reynslu, sem fékkst af því. Skurðhreinsitækið var notað við Massey- Ferguson 35. Nauðsynlegt reyndist að þyngja traktorinn að framan, svo að hann lyftist ekki við notkun þess. Afköst við skurðhreinsunina voru að sjálfsögðu mjög háð öllum aðstæðum. eink- um eðli jarðvegsins og því, hve mikið þurfti að hreinsa upp úr skurðinum. Þar sem jarðvegur var auðgrafinn voru afköstin 40—60 m á klst. miðað við, að grafnar væru 2—3 skúffur í hverri færu. í göml- um túnskurðum, þar sem jarðvegur var þéttur og mikið gróinn, gekk hreinsunin hægar, og var oft erfiðleikum bundið að koma skúffunni niður úr grasrótinni. Við slíkar aðstæður voru afköst um 30—40 m á klst. (2—3 skúffur úr hverri færu). Þar sem malarlag var í skurðbotni, vann skurðhreinsitækið ekki niður úr því. Mesta vinnsludýpt skurðhreinsitækisins miðað við lárétta vinnslustöðu traktors (Massey-Ferguson 35) var 1,6 m. í þeirri

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.