Freyr

Årgang

Freyr - 15.01.1962, Side 18

Freyr - 15.01.1962, Side 18
30 FRE YR MASSEY- FERGUSON dráttarvéía- námskeið Laugardaginn 21. okt. s.l. lauk tveggja vikna dráttarvélanámskeiði hjá Dráttarvél- um h.f. í Reykjavík. Dráttarvélar h.f. buðu verkstæðisfor- mönnum og viðgerðarmönnum víðs vegar að af landinu til þátttöku, og sóttu tólf menn úr öllum landsfjórðungum nám- skeiðið. Námskeið þetta var sniðið eftir nám- skeiðum, sem Massey-Ferguson verksmiðj- urnar halda í eigin skóla í Englandi. Kennari, sem Dráttarvélar h.f. fengu frá skólanum í Englandi, var Mr. James Kerr. Aðstoðarkennari og túlkur var Kristján Hannesson. Á þessu námskeiði voru teknar til með- ferðar þær þrjár gerðir af Ferguson og Massey-Ferguson diesel-dráttarvélum, sem mest eru notaðar hérlendis: Massey-Fergu- son 35, sem er vinsælasta heimilisdráttar- vélin hérlendis hin síðari ár, Massey- Ferguson 65, sem er stærsta hjóla-dráttar- vélin, sem inn er flutt (56,5 hestöfl) og hefir verið mikið keypt, m. a. af búnaðar- félögum og ræktunarsamböndum, til notk- unar við jarðvinnslu með jarðtæturum, herfum, plógum, ámoksturstækj um og vökvadrifinni skurðgröfu svo nokkuð sé nefnt. Þá var og tekin til athugunar eldri gerð, Ferguson TEF-20 dieselvél. Af þess- ari gerð hafa s. 1. tvö ár verið flutt inn nokkur hundruð vélar, notaðar en við- gerðar, frá Englandi. Dráttarvélarnar voru teknar sundur stykki fyrir stykki, af þátttakendum sjálf- um, sem fengu mjög nákvæmar útskýr- ingar á svo að segja hverjum smáhlut í vélunum. Þá voru þátttakendur hvattir til að spara ekki fyrirspurnir um þau atriði, sem þeir og gjörðu, og munu þeir hafa fengið leyst úr ýmsum vafaatriðum, sem að höfðu borið við viðgerðastörf undanfar- in ár. Forstöðumenn Dráttarvéla h.f. hyggjast í framtíðinni efna til slíkra námskeiða sem oftast, og helzt einu sinni á ári hverju, til aö rifja upp og auka við þekkingu viðgerð- armanna, sem sjá um viðhald þessara véla, hver á sínu svæði. Hérlendis hefir hingað til lítið verið gert að því að sérþjálfa viðgerðarmenn fyrir ákveðnar tegundir véla. Þetta námskeið er því væntanlega spor í rétta átt, þar sem frumskilyrði þess að viðgerðarmaður geti skilað góðri vinnu á hagkvæmu verði er, að hann gjörþekki vélina og viti full- komlega, hvaða hlutverki hver smáhlutur hefir að gegna.

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.