Freyr

Volume

Freyr - 15.01.1962, Page 25

Freyr - 15.01.1962, Page 25
FRE YR 37 Öftustu dálkarnir átta sýna svo hvernig hrossaeigin skiptist milli bændanna. 1037 bœndur eða 17,5% eiga engin hross. Þeir eru búnir að farga þeim og hafa tekið upp vélanotkun til vinnu á heimilunum í stað hestavinnunnar áður. Hæpin er sú ný- breytni sumsstaðar, því að þar, sem búin eru lítil, og lítið fyrir vélarnar að gera, er vafasamt hvort þær verða ekki dýrari í rekstri en hestarnir. En þar sem búin eru orðin sæmilega stór, er ekki vafamál að vélarnar eiga að yfirtaka heimilisstörfin, og hestahaldið að hverfa að mestu eða öllu leyti. Eitt hross á 681 bóndi, og 1458 bændur eiga tvö eða þrjú. Það eru því 3176 bænd- ur eða meira en helmingur bændanna, sem eiga þrjú hross eða færri. 1933 bænd- ur, eða nærri þriðjungur þeirra á 4 til 10 hross, en einungis 4 þeirra eru í Vestur- ísafjarðarsýslu. í hópi þeirra, sem eiga milli 11 og 20 hross, eru fáir í mörgum sýslunum og þó enn færri, sem eiga þau enn fleiri. Það eru aðallega bændur í Rangárvalla-, Húnavatnssýslunum báðum, Skagafjarðarsýslu og Borgarfirði, sem eiga eða hafa á heimilum sínum fleiri hross en 10, og svo einstaka bændur hér og þar um landið, og 65 hafa yfir 30 hross, og aðeins einn af þeim yfir 100. Þeir, sem eiga þau flest, eiga fyrst og fremst stóðmerar, sem þeir láta eiga folöld árlega, sem þeir svo slátra að haustinu líkt og aðrir bænd- ur slátra dilkum sínum. Leggja þeir mikið upp úr að fá folöldin sem vænst til frá- lags, en þau eru gjarnan að haustinu með 60 til 125 kg skrokkþunga. Sjónarmið þeirra, sem vilja fá folöldin sem vænst, og hinna, sem vilja fá folöld, sem verði að duglegum, þægum og hrekkjalausum hestum við notkun, eða að góðum reið- hestum við tamningu, er erfitt að sam- ræma, og hefur oft verið um það rætt meðal manna, og leiðandi menn í hrossa- ræktinni verið nokkuð huklandi um stefnuna, sem upp skuli taka. Lítið segir þetta yfirlit um arðsemi bú- anna og ber margt til. Fjárbúin eru mis- arðsöm, bæði eftir sveitum og þó enn mis- jafnari eftir bæjum, og um þann mismun eru engar upplýsingar í þessari skýrslu. Meðalfallþungi dilkanna er misjafn á sláturstöðunum, frá því að vera niðri á milli 10 og 12 kg og upp í 15—16 kg. Til eru sláturstaðir, þar sem fallþungi hefur alltaf verið milli 10 og 12,5 kg síðan 1934 og til haustsins í haust, og aðrir þar sem hann hefur aldrei farið niður úr 15 kg. Og einstaka bændur hafa árum saman haft kringum 18 kg meðalþunga. Sumstað- ar eiga bændur margt af sínum ám tví- lembt, sumir allt upp í %, og þó að tví- lembingarnir séu nokkru (oft um 2 kg) léttari á blóðvelli en einlembingarnir. hafa þeir bændur miklu meiri arð af sínu fé, sem fá margt tvílembt, en hinir. Á sama hátt eru kúabúin misarðsöm. Kúnum er miseðlilegt að umsetja fóður í mjólk. Sum- ar geta ekki mjólkað meira en liðuga 2000 lítra, hvað sem þeim er gefið, meðan aðrar mjólka 4003 og meira, fái þær nægilegt fóður til að breyta í mjólk. Auk misjafnrar hæfni kúnna til að mynda mjólk, er þeim líka mislagið að mynda góða mjólk. Mjólk- in úr sumum þeirra er mögur en úr öðrum feit, og það gerir mjólkina misverðmæta til sölu, og misnæringarefnaríka. Það munar þá líka meira en helming, sem sumir bændur, er senda mjólk til mjólkurbúsins, fá meira fyrir kýrnytina en aðrir. Loks kemur svo það, að heyskapur- inn verður bændum miskostnaðarsamur, þeir rækta mismikinn garðmat o. s. frv. og allt þetta gerir að búin verða misarðsöm. Þó að það sjáist ekki á skýrslunni getur kunnugur maður nokkuð séð mismuninn. Hann hefur t. d. í Árbók landbúnaðarins meðalþunga á hinum ýmsu sláturstöðum, og getur þar séð fallþunga dilkanna, svo og fjártölu meðalbúsins í hverri sýslu. í Ár- bókinni getur hann líka séð hver meðal- nytin er í hinum ýmsu sýslum, eftir mjólk- urinnleggi bændanna og hvað þeir telja að þeir noti heima af mjólk, og hér sjá þeir kúafjöldann á meðalbúinu í hverri sýslu,

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.