Freyr

Árgangur

Freyr - 15.01.1962, Síða 27

Freyr - 15.01.1962, Síða 27
FRE YR 39 GUÐMUNDUR GÍSLASON: ÞURRAMÆÐI í Mýrahólfi (Erindi flutt á fundi Búnaðarsam- bands Borgarfjarðar í Borgarnesi 20. nóv. s. I.) Við þurramæðisýkingu koma fram hæg- fara bólgubreytingar á víð og dreif um lungun. Vefurinn verður smám saman þétt- ari. Lungun eru ekki lungamjúk, eins og vanalega, heldur þétt átöku, líkt og lifur, geta ekki dregizt eðlilega saman til þess að tæma úr sér loft við útöndun. Jafnframt þyngjast þau smátt og smátt þannig, að þegar vteikin er komin á hátt stig, vega þau tveim til þrem sinnum meira en lungu úr heilbrigðri kind. Álíka eða meiri aukn- ing verður á eitlum við lungun. Þurramæðilungu eru með sérkennilegum rauðbrúnleitum litblæ, en ekki kemur fram neinn gröftur eða vökvasöfnun í þeim. Fyrstu sjúklegu einkenni, sem glöggur fjármaður getur orðið var við, eru þau, að kindin kemur með óeðlilega rýr lömb eða Lungu úr kind með þurramœði til hœgri og lungu úr heitbrigðri kind til vinstri. Lungnaeitlarnir sjást milli ajtur- blaðanna, og er eitillinn, sem jylgir lungunum úr veiku kindinni, greinilega fyrirferðarmeiri. Ljósm. Páll Sigurðss.

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.