Freyr

Volume

Freyr - 15.09.1962, Page 5

Freyr - 15.09.1962, Page 5
LVIII. ARGANGUR NR. 18-20 REYKJAVÍK, OKTÓBER 1962 FÉLAGSTÍÐINDI STÉTTARSAMBANDS BÆNDA FramSeiösla og árferði Sem kunnugt er byggist grundvöllur bú- vöruverðs á mörgurn atriðum, er varða bœði tekjur og gjöld meðalbúsins. Meðal þeirra er bústœrðin og svo að sjálfsögðu afurðamagnið (Sjá verðlagsgrundvöllinn á síðu 325). Nú er það vitað, að margir aðrir en bœndur framleiða búvöru svo að samanlagt magn hennar getur aldrei talist í þeim póstum, sem reikna skal meðalframleiðslu meðalbúsins eftir. Það er alkunna að víða í þorpum og kaupstóðum er allmargt fé og meira að segja er það ekki óverulegur hópur, sem íbúar höf- uðborgarinnar eiga, aðnr en þar teljast bœnd- ur. Og í sveitum eru alltaf og verða fjáreigend- ur, sem ekki eru eiginlegir bændur. En með því fyrirkomulagi, sem nú er orðið á slátrun búfjár, þegar svo að segja hver kind er á sláturhús leidd til slátrunar, hefur orðið auð- veldara en fyrr að gera sér grein fyrir hver er hin eiginlega kjötframleiðsla bœnda. Tlið sama er að segja um matjurtirnar. Niðurgreiðsla á kartöflum um undanjarin ár hefur að því stuðlað, að auðveldara hejur verið en áður að fá vitneskju um uppruna samanlagðrar kartöfluframleiðslu. Annað kann að verða nú þegar kartöflur verða ekki verð- bœttar neytendum. Um mjólkina er að segja, að hún er aðeins að örlitlu leyti framleidd utan bújarða nú orð- ið og rétt magn hennar ekki vandfundið síðan niðurgreiðsla varð eins og raun er á. En er þá rétt það framleiðslumagn, sem grundvöllur verðlagsins telur bœndum? spyrja menn, einkum þegar fulltrúar neytenda í verð- lagsnefnd rrueta með aðrar tólur yfir magnið en fulltrúar framleiðenda. Því er að svara, að verðlagsgrundvöllurinn, sem birtist 'i þe&su hefti Freys gildir frá þessu liausti til hins nœsta eins og vant er, og hve mikið bœndur uppskera í haust eða hvað dilkarnir vega og kýmar mjólka er auð- vitað áœtlað magn en miðað við síðasta árs framleiðslu og svo viðhorfið. Það fer ekki hjá því, að árferðið rœður allt- af nokkru um afurðamagnið, en árferðissveiflur jafnast að vissu leyti milli ára þegar magnið er að nokkru grundvallað á framleiðslutölum nœsta árs á undan. G.

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.