Freyr

Árgangur

Freyr - 15.09.1962, Blaðsíða 9

Freyr - 15.09.1962, Blaðsíða 9
FREYR 297 Hér má þekkja ýmsa, sem mætt hafa á aðalfundunum um áraraðir. (Ljósm.: G.K.). 3. UmræíSur. Þessu næst fóru fram umræður um skýrslu formanns og málefni Stéttarsambandsins. As- geir Bjarnason tók fyrstur til máls. Oskaði hann bændastéttinni til hamingju með Bændahöllina, sem hefði verið ráðizt í að byggja með djörfung og bjartsýni, en nú væru erfiðleikar á að ljúka. Eins kvað hann vera með framkvæmdir bænda sjálfra yfir- leitt. Fjárhagsörðugleikar torvelduðu að ganga frá þeim. Síðan ræddi hann verðlagsmálin og mikil vonbrigði bænda yfir verðlagsgrundvell- inum frá síðasta hausti. Þess vegna hefði meira verið rætt um verðlagsgrundvöllinn síðasta verðlagsár en nokkru sinni fyrr. I þeim efnum þyrftu nú að fást miklar úrbætur. En vanda- mál bænda yrðu ekki leyst með verðlagsmál- um einum. Áríðandi væri, að frumbýlingum væri séð fyrir fjármagni til að hefja búskap, en hver byrjandi þyrfti nú mikið stofnfé, því að ekki væri hægt að hefja búskap án fullrar tækni. En höfuðnauðsyn væri að gera ungum mönnum fært að verða bændur. Ræðumaður kvaðst sakna úr skýrslu formanns nánari grein- argerðar um framleiðsluaukningu og skiptingu hennar á búgreinar. Benedikt Líndal óskaði upplýsinga um, hvernig komið væri samningum um verðlags- grundvöll. Hann kvað verðlagsmálin aðalat- riði fyrir bændur og nauðsyn að rétta þar hlut bænda, sem alltaf stæðu verr og verr að vígi. Gunnar Guðbjartsson tók undir orð og óskir Benedikts, og spurðist jafnframt fyrir um nefnd þá, sem ætti að kynna sér Efnahags- bandalag Evrópu og horfur Islendinga í sam- bandi við það, utan eða innan bandalagsins. Spurði Gunnar, hvað þeim nefndarstörfum liði. Ingvar Guðjónsson ræddi verðlagsmál og kvað bændur bíða með eftirvæntingu eftir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.