Freyr - 15.09.1962, Síða 10
298
FRE YR
störfum þessa fundar og síðan betri lausn í
verðlagsmálum.
Sveinn Trygvason ræddi fyrst um nefnd þá,
sem starfar með tilliti til Efnahagsbandalags
Evrópu. Hefði fyrst verið ein atvinnumála-
nefnd með það verkefni, en síðan verið skip-
aðar smærri nefndir, ein fyrir hvern atvinnu-
veg. Nefnd sú, sem starfar vegna landbúnað-
arins, er nú að hefja störf. Þessar nefndir eiga
ekki að taka afstöðu til EBE, heldur athuga
allar leiðir og hvaða áhrif það gæti haft á
atvinnuvegi íslendinga.
Síðan ræddi Sveinn verðlagsmálin. Sagði
hann, að við umræðurnar um verðlagsgrundvöll
nú, hefði greinilega komið fram hjá fulltrúum
neytenda meiri vilji til tilslakana en búast
hefði mátt við. Nefndi hann í því sambandi
von um leiðréttingu á fyrningum, kartöflu-
magni og ullarmagni. Hins vegar kvað hann
vandkvæðum bundið að segja frá samnings-
umræðum meðan þær stæðu yfir, og ekki
mætti búast við, að skekkjur margra ára leið-
réttust á einu ári eða tveimur.
Erlendur Árnason nefndi dæmi þess, hvern-
ig fólki fækkaði í sveitum á Suðurlandi og
menn hyrfu frá nýbýlum til annarra starfa.
Sigurður Lárusson ræddi verðlagsmál og af-
komu bænda. Hann taldi fultrúa neytenda
undanlátssamari nú en áður, vegna samstöðu
bænda og fyrirætlunum þeirra um sölustöðvun
búvara.
Helgi Símonarson lýsti erfiðleikum bænda.
Þeir gætu ekki hvatt syni sína til að stunda
búskan við svipuð kjör. Hann spurðist fyrir
um það, hvernig samningar myndu nást um
verðlagsgrundvöll og hvatti til þess að skjóta
málum til yfirnefndar, heldur en semja um
lítilfjörlegar lagfæringar.
Guðjón Hallgrímsson ræddi verðlagsgrund-
völlinn og kjör bænda. Hann taldi kjör þeirra
ekki hafa fylgt kjörum annarra stétta, enda
vildu menn ekki taka jarðir og búa, heldur
setjast að í þorpum. Landbúnaðurinn þyrfti að
freta boðið fólki sama kaup og sömu kjör og
fengjust annars staðar. Ungt fólk þyrfti rífleg
stofnlán til að geta byrjað búskap.
Einar Olafsson minnti á, að Framleiðslu-
ráð hefði mótmælt úrskurði yfirnefndar síð-
astliðið haust. Þá hefði sá úrskurður reynzt
illa. Nú yrði að reyna samninga til þrautar.
Umræður í sexmannanefnd bentu til, að hægt
yrði að fá 12—14% hækkun, en enn bæri
nokkuð á milli.
Sigurður Líndal sagði, að bændur ættu að
fá framleiðslúkostnað greiddan og tilskilið
kaup. en þróunin sýndi, að þeir hafa ekki fengið
hlutfallsleg laun við aðrar stéttir. Rétt væri að
reyna samninga, en ekki mætti gera samning,
sem bændur yrðu óánægðir með.
Sigurjón Sigurðsson talaði sérstaklega um. að
setja þyrfti reglugerð samkvæmt framleiðslu-
ráðslögum, til að tryggja betri árangur af
starfi sexmannanefndar og setja nánari ákvæði
um ýmis atriði í gerð verðlagsgrundvallar.
Friðrik Sigurjónsson skýrði frá því, að með-
altekiur bænda í Vopnafirði, væru 48—49 þús-
und krónur, og tók til samanburðar tekjur
manna í sjávarþorpum, og þeirra, sem stund-
uðu síldarvinnu, sem væru nú mjög miklar.
Guðmundur Ingi Kristiánsson benti m. a.
á það. að þótt verðlagsmálin væru aðalatriði,
væri aldrei hægt að búast við því. að verðlagið
eitt gæti bætt nægjanlega hag þeirra bænda.
sem lakasta hefðu aðstöðu og minnst bú. Til
þess þyrfti önnur ráð, m. a. góða aðstöðu til
lána. Slík aðstoð þvrfti að koma fljótt. Benti
hann á, að á svæði Búnaðarsambands Vest-
fjarða færu á þessu ári a. m. k. 16 jarðir í evði
eða full 4% býlanna. Ræðumaður taldi enn
fremur nauðsyn, að eðlilegir vextir af eigin fé
yrðu reiknaðir í verðlagsgrundvellinum, til
þess að menn vildu festa fé sit f landbúnaði.
Þórður Halldórsson tók undir það, sem fram
hafði komið. bæði um bætt verðlag og stór-
aukin lán til bænda.
Sigurður Jónsson sagði, að bændur hefðu
aldrei fengið það verð, sem nægjanlegt væri
og þeim bæri raunverulega. Hvatti hann til
að standa fast saman um leiðréttingar, því að
annars vofði yfir. að jarðir og sveitir legðust