Freyr

Árgangur

Freyr - 15.09.1962, Blaðsíða 13

Freyr - 15.09.1962, Blaðsíða 13
FRE YR 301 Til fjárhags- og reikninganefndar gengu reikningar Stéttarsambandsins og fjárhags- áætlun. Síðan óskaði erindrekinn þess, að aðrar til- lögur, sem menn hefðu fram að færa, gengju beint til nefnda. Meðan á umæðum stóð á þessum fundi, kom landbúnaðarráðherrann, Ingólfur Jónsson, á fundinn. Bauð fundarstjóri hann sérstaklega velkominn. Að lokinni dagskrá þessa fundar var gefið fundarhlé til nefndarstarfa og fundi frestað til næsta dags. Fundur var settur að nýju, miðvikudaginn 5. september kl. 2 e. h. Fundarstjóri las upp símskeyti, er borizt hafði frá Alþýðusambandi Islands, og var á þessa leið: „Alþýðusamband íslands sendir Stéttarsambandi bænda beztu kveðjur og árnar bændum og samtökum þeirra heilla og velfarnaðar í störfum. Alþýðusamband Islands“. Síðan var gengið til dagskrármála. 7. Tillögur fjárhags- og reiknlnganefndar. Þrándur Indriðason var framsögumaður, og gerði grein fyrir tillögum nefndarinnar. Lagði hún til, að reikningar Stéttarsambandsins væru samþykktir óbreyttir. Einnig lagði hún til, að fjárhagsáætlun stjórnarinnar yrði sam- þykkt án breytinga. I sambandi við bygginga- reikning Bændahallarinnar spurðist framsögu- maður fyrir um eignarhlutföll Stéttarsam- bandsins og Búnaðarfélags Islands í húsinu. Sæmundur Friðriksson svaraði því, að hlutur Stéttarsambandsins væri t/3, en B. í. %. Hinsvegar hafði Stéttarsambandið lagt fram hlutfallslega meira en B.í. Guðjón Hallgrímsson spurði, hvort rekstur- inn væri í sama hlutfalli. Sæmundur Friðriks- son svaraði því, að reksturinn væri enn á veg- um byggingarnefndar hússins, því að ekki hafi verið hægt að semja um leigu á ófullgerðu húsnæði, sem væri tekið í notkun smátt og smátt. Þegar húsið er fullgert, verður tekin ákvörðun um nýtingu þess og rekstur. Guðjón Hallgrímsson lýsti þeirri skoðun sinni, að bygginganefnd gæti ekki breytt eign- arhlutföllum hússins, án þess að bera það und- ir Stéttarsambandsfund. Fundarstjóri, Bjarni Bjarnason, sagði að það hefði ekki verið gert. Reikningar Stéttarsambandsins voru síðan bornir undir atkvæði og samþykktir sam- hljóða. Síðan var fjárhagsáætlunin borin und- ir atkvæði. Hún var á þessa leið: FJÁRHA GSÁÆ TL UN jyrir Stéttarsamband bœnda árið 1963. TEKJUR: 1. Úr Búnaðarmálasjóði ........ kr. 1.650.000 00 2. Vaxtatekjur ................ — 10.000.00 Samtals kr. 1.680.000.00 GJÖLD: 1. Stjórnarkostnaður ............. kr. 15.000.00 2. Framkvæmdastjórn ................ — 15.000.00 3. Erindrekstur .................... — 110.000.00 4. Aðalfundur ......... ........ . — 160 000.00 5. Þátttaka í útgáfu Freys ......... — 50.000.00 6. Þátttaka í I.F.A.P............... — 12000.00 7. Þátttaka í N.B.C................. — 30.000.00 8. Skrifstofukostnaður ............. — 12.000.00 9- Húsnæði, ljós og hiti ........... — 15.000.00 10. Til viðhalds bókasafns ......... — 8.000.00 11. Framlag til tryggingasjóðs ..... — 50.000 00 12. Framlag til húsbyggingasjóðs .. — 1.150.000.00 13. Óráðstafað og til óvissa útgjalda — 33.000.00 Samtals kr. 1.660.000.00 Samþykkt með samhljóða atkvæðum. 8. Tillögur framlei'SsIunefndar. Ketill Guðjónsson hafði framsögu af hálfu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.