Freyr

Árgangur

Freyr - 15.09.1962, Síða 13

Freyr - 15.09.1962, Síða 13
FRE YR 301 Til fjárhags- og reikninganefndar gengu reikningar Stéttarsambandsins og fjárhags- áætlun. Síðan óskaði erindrekinn þess, að aðrar til- lögur, sem menn hefðu fram að færa, gengju beint til nefnda. Meðan á umæðum stóð á þessum fundi, kom landbúnaðarráðherrann, Ingólfur Jónsson, á fundinn. Bauð fundarstjóri hann sérstaklega velkominn. Að lokinni dagskrá þessa fundar var gefið fundarhlé til nefndarstarfa og fundi frestað til næsta dags. Fundur var settur að nýju, miðvikudaginn 5. september kl. 2 e. h. Fundarstjóri las upp símskeyti, er borizt hafði frá Alþýðusambandi Islands, og var á þessa leið: „Alþýðusamband íslands sendir Stéttarsambandi bænda beztu kveðjur og árnar bændum og samtökum þeirra heilla og velfarnaðar í störfum. Alþýðusamband Islands“. Síðan var gengið til dagskrármála. 7. Tillögur fjárhags- og reiknlnganefndar. Þrándur Indriðason var framsögumaður, og gerði grein fyrir tillögum nefndarinnar. Lagði hún til, að reikningar Stéttarsambandsins væru samþykktir óbreyttir. Einnig lagði hún til, að fjárhagsáætlun stjórnarinnar yrði sam- þykkt án breytinga. I sambandi við bygginga- reikning Bændahallarinnar spurðist framsögu- maður fyrir um eignarhlutföll Stéttarsam- bandsins og Búnaðarfélags Islands í húsinu. Sæmundur Friðriksson svaraði því, að hlutur Stéttarsambandsins væri t/3, en B. í. %. Hinsvegar hafði Stéttarsambandið lagt fram hlutfallslega meira en B.í. Guðjón Hallgrímsson spurði, hvort rekstur- inn væri í sama hlutfalli. Sæmundur Friðriks- son svaraði því, að reksturinn væri enn á veg- um byggingarnefndar hússins, því að ekki hafi verið hægt að semja um leigu á ófullgerðu húsnæði, sem væri tekið í notkun smátt og smátt. Þegar húsið er fullgert, verður tekin ákvörðun um nýtingu þess og rekstur. Guðjón Hallgrímsson lýsti þeirri skoðun sinni, að bygginganefnd gæti ekki breytt eign- arhlutföllum hússins, án þess að bera það und- ir Stéttarsambandsfund. Fundarstjóri, Bjarni Bjarnason, sagði að það hefði ekki verið gert. Reikningar Stéttarsambandsins voru síðan bornir undir atkvæði og samþykktir sam- hljóða. Síðan var fjárhagsáætlunin borin und- ir atkvæði. Hún var á þessa leið: FJÁRHA GSÁÆ TL UN jyrir Stéttarsamband bœnda árið 1963. TEKJUR: 1. Úr Búnaðarmálasjóði ........ kr. 1.650.000 00 2. Vaxtatekjur ................ — 10.000.00 Samtals kr. 1.680.000.00 GJÖLD: 1. Stjórnarkostnaður ............. kr. 15.000.00 2. Framkvæmdastjórn ................ — 15.000.00 3. Erindrekstur .................... — 110.000.00 4. Aðalfundur ......... ........ . — 160 000.00 5. Þátttaka í útgáfu Freys ......... — 50.000.00 6. Þátttaka í I.F.A.P............... — 12000.00 7. Þátttaka í N.B.C................. — 30.000.00 8. Skrifstofukostnaður ............. — 12.000.00 9- Húsnæði, ljós og hiti ........... — 15.000.00 10. Til viðhalds bókasafns ......... — 8.000.00 11. Framlag til tryggingasjóðs ..... — 50.000 00 12. Framlag til húsbyggingasjóðs .. — 1.150.000.00 13. Óráðstafað og til óvissa útgjalda — 33.000.00 Samtals kr. 1.660.000.00 Samþykkt með samhljóða atkvæðum. 8. Tillögur framlei'SsIunefndar. Ketill Guðjónsson hafði framsögu af hálfu

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.