Freyr - 15.09.1962, Page 19
FREYR
307
Naumlega gefst fundarhlé til þess að fá alla fulltrúa og gesti á eina mynd, enda vantar hér marga, er mættir
voru. (Ljósm.: G.K.).
þess, að hlutur sauðfjárframleiðenda sé miklu
lakari en hlutur mjólkurframleiðenda, og þar
sem augljóst er, að þeir bændur, sem hafa lökust
afkomuskilyrði með tilliti til samgangna og mark-
aðsskilyrða, búa við sauðfjárrækt, vill aðalfund-
ur Stéttarsambands bænda 1962, skora á Fram-
leiðsluráð landbúnaðarins, að beita sér fyrir því
við sexmannanefnd, að rétta hlut sauðfjárfram-
leiðenda við verðhækkun þá, sem væntanlega
verður við verðskráningu í haust.
Ingvar Guðjónsson ræddi þessa tillögu, en
síðan var hún samþykkt samhljóða.
Sigurður Snorrason flutti tillögu verðlags-
nefndar um framleiðsluráðslögin.
III. Aðalfundur Stéttarsambands bænda 4.—5.
sept. 1962, lítur svo á, að reynsla undangenginna
ára bendi til þess, að erfitt sé að ná því marki,
er Framleiðsluráðslögin gera ráð fyrir að bænd-
um séu tryggðar sambærilegar tekjur við aðrar
vinnandi stéttir.
Fundurinn felur þvl stjórn Stéttarsambands
bænda að láta endurskoða lögin og leita á þann
hátt eftir öruggari úrræðum en nú eru í lögunum.
Lýsir fundurinn þeirri skoðun sinni, að verði
að breytingu á lögunum horfið, beri stjórn Stétt-
arsambandsins að leita eftir fylgi við málið á Al-
þingi, svo að tryggt sé, að þær breytingar einar
verði gerðar á lögunum, sem að dómi hennar
og Stéttarsambandsfundar eru til hagsbóta fyrir
bændastéttina og landbúnaðinn.
Framsögumaður kvað eðlilegt, að til breyt-
inga kæmi á lögunum, en varlega ]>yrfti að
fara við þær breytingar.
Sigurjón Sigurðsson talaði um, hvort ekki
nægði að setja reglugerð um framkvæmd lag-
anna.
Benedikt Líndal lét í ljós vantraust á lög-
unum.
Ingvar í Dölum taldi, að bændur þyrftu að
losna við þann fjötur, sem framleiðsluráðs-
lögin hefðu búið þeim undanfarin ár.
Enn ræddi Helgi Símonarson um tillöguna,