Freyr - 15.09.1962, Blaðsíða 33
FRE YR
321
leiðslu annarra, landa, sem selja á sömu
mörkuðum, en að því er snertir frysta fisk-
inn þá er mörgu ábótavant um meðferð
hráeínis, ílckkun, pökkun og afskipun og
á því sviði erum við Islendingar nú eftir-
bátar annarra þjóða.
Það skýtur því nokkuð skökku við þegar
þetta er borið saman við það, sem fram
kom i umræðunum á Alþingi 4. apríl s. 1.
Frysti fiskurinn á sina. sögu, en hér mætti
drepa á ýmsar aðstæður í sambandi við út-
flutning á frystu lambakjöti, sem ekki
blasa við frá íslenzkum bæjardyrum séð.
Árið 19£0 borðuðu Íslendingar meira en
tvisvar sinnum meira af lambakjöti en af
öllu öðru kjöti samanlagt. Nýtt er kjötið
á heimamarkaðnum aðeins um 2 mánuði
ár hvert. Fulla 10 mánuði ársins borða ís-
lendingar því fryst lambakjöt, enda ekki
um annað að ræða meðan sláturtíðin er
eins stutt og nú er. Viö höfum mesta dá-
læti á lambakjöti og er því eðlilegt, ef menn
telja sjálfsagt að það ætti að vera eftir-
sótt á erlendum markaði.
í þeim löndum sem næst okkur liggja
hagar allt öðru vísi til um neyzlu lamba-
kjöts. í Skandinavíu, Þýzkalandi, Hollandi,
Belgíu og Ítalíu er lambakjöt ekki í háveg-
um haft og framleiðslan lítil. Kjötið er nýtt
á markaðnum mestan hluta. árs en fryst
lambakjöt eða kindakjöt þekkist varla,
nema þá helzt til vinnslu. Sama er að segja
um Frakkland, þó að framle ðsla sé þar
nokkur (fjáreign í október 1960 talin um
9 milljónir), en það á við um öll þessi lönd,
að á vetrum kjcsa neytendur staðbetra
kjöt en lambakjöt. Þar við bætast svo inn-
flutningshöft og tollar, sem hafa útilokað
sölu á íslenzku lambakjöti til þessara landa,
nema hvað nokkuð hefir selzt til Svíþjóðar
og lítið eitt til Danmerkur árlega. í Banda-
ríkjunum var fjáreign í janúar 1960 talin
32 milljónir og framleiðslan af kinda- og
lambakjöti það ár talin 343 þúsund smá-
lestir (innflutningur 22 þúsund smálestir).
Tilraunir hafa. verið gerðar með útflutning
á íslenzku lambakjöti til Bandaríkjanna,
en þær vonir, sem við það hafa verið
bundnar, hafa brugðizt hvað eftir annað.
Þegar hugsað er um sölu á frystu lamba-
kjöti til þessara landa verður að minnast
þess, sem meiri þýðingu hefir en nokkuð
annað, að öll þessi lönd hafa af eigin fram-
lelðslu nýtt kjöt allt árið um kring og um
kjötskort er ekki að ræða, sem bæta þyrfti
úr rneö innfluttu frystu kjöti.
Bre'cland hefir sérstöðu hvað kjötinn-
flutning snertir. Hér er heimsins stærsti
ínnflutningsmarkaður fyrir kjöt. Hér búa
um 50 milljónir manna og inn þarf að
flytja aðra hverja máltíð, þar sem heima-
framleiðslan nægir aðeins fyrir helmingn-
um af neyzlunni. Bretar halda mikið uppá
lambakjöt, það er hér á markaðnum
heimaslátrað allt árið um kring, rautt kjöt,
eins og þeir kalla heimaslátraða kjötið til
aðgreiningar frá frystu kjöti. Það, sem á
vantar til þess að fullnægja þörfinni, flytja
þeir inn, en árið 1960 var innflutningurinn
þessi: Frá íslandi 167.444 skrokkar, frá Suð-
ur-Ameríku 1.526.436 skrokkar, frá Ástralíu
1.375.456 skrokkar og frá Nýja-Sjálandi
18.343.522 skrokkar. Fjáreign í Bretlandi í
júní 1960 var um 28 milljónir, en slátrun
það ár 11.438.000 skrokkar. Fyrir utan
lamba- og kindakjöt flytja Bretar inn ár-
lega um 350 000 smálestir af nautakjöti og
kálfakjöti, 400.000 smálestir af svínakjöti
og um 190.000 smálestir af niðursoðnu kjöti
alls konar.
í þessum risa-innflutningi er svo að segja
allt kjötið afgreitt af hálfu útflutnings-
landanna þannig: Lambakjöt, fryst, í heil-
um skrokkum, sáralítið sexhöggið. Kinda-
kj öt í heilum skrokkum, lítið eitt sexhöggið
eða beinlaust. Nautakjöt, fryst eða kælt, í