Freyr - 15.09.1962, Side 35
FRE YR
323
DR. BENJAMÍN EIRÍKSSON:
FRAMTAK NÝSJÁLENDINGA OG VIÐ
Árið 1955 var tala sauðfjár í Nýja Sjálandi
39 milljónir. Nýja Sjáland er því eitt af mestu
sauðfjárræktarlöndum heims. Það er líklegt,
að íslendingar gætu margt af Nýsjálendingum
lært og því ánægjulegt að vita, að Islendingar,
er starfa á sviði sauðfjárræktarinnar,tiafa lagt
leið sína þangað. I Tímanum hinn 20. septem-
ber s.l. er viðtal við Dr. Halldór Pálsson, sauð-
fjárræktarráðunaut, sem dvalið hefir þar
syðra um 10 mánaða skeið. í viðtalinu segir
Dr. Halldór Pálsson frá mörgu, sem athyglis-
vert er fyrir íslenzka bændur.
Til viðbótar því sem Dr. H. P. segir, er
rétt að skýra frá því, að árið 1954 voru um
50 milljónir hektara lands á Nýja Sjálandi í
rækt, þar af tæplega 44 milljónir hektara
undir grasi. Á sama tíma var skóglendi þar
um 24 milljónir hektara.
Af viðtalinu við Dr. H.P. kemur í ljós,
að vandamál landnemanna í Nýja Sjálandi
hefur verið það sama og víðast annars stað-
ar, en það er að ryðja skóginn til þess að fá
landrými fyrir jarðrækt. I hinum nýju lönd-
um hefur ruðning skóganna því miður verið
framkvæmd þannig, að hún hefur víða fram-
kallað miklar landskemmdir. Þannig hafa lönd
eins og Mexico og Suður-Afríka orðið mjög
hart úti. Menn, sem ruddu skógana með öxi
og eldi, skildu ekki alltaf þýðingu skógarins
fyrir verndun jarðvegsins og fyrir viðgang
annars gróðurs og gengu því lengra en gott var.
í Nýja Sjálandi er ástandið þannig, að skóg-
arnir gefa af sér yfir 600 milljónir feta af borð-
viði árlega og er flutt út dálítið af viði, eink-
um til Ástralíu. Þá hefur einnig á seinni ár-
um verið skapaður trjákvoðu- og pappírs-
iðnaður á grundvelli skóganna, sem menn gera
sér miklar vonir um. Þá er einnig unnið tals-
vert að því að gróðursetja nýja skóga. Sumarið
1954—1955 var þannig gróðursett í 10.000
hektara, en síðan hefur þessi starfsemi verið
mikið aukin.
Hin vísindalega nýting landsins, bæði í rækt-
un og beit, sem Nýsjálendingar hafa lært,
ætti að vera okkur íslendingum fyrirmynd.
Hún hefir leitt til afkastamikils landbúnaðar.
Þannig var meðalsauðfjárhjörðin í Nýja Sjá-
landi 1022 kindur árið 1955.
í viðtalinu við Dr. H. P. kemur fram, að
ein bóndahjón mjólka 92 kýr. Það er auð-
séð, að afkoma bænda, sem afkasta svona
gífurlega miklu, hlýtur að vera betri en þeirra
sem hokra með smábú. Þessi afkastamikli
landbúnaður virðist grundvallast á tvennu:
annars vegar vísindalegri notkun landsins og
hins vegar vinnuhagræðingu og nægilegum vél-
um. Á báðum sviðum eigum við íslendingar
mikið ólært og ógert.
Það er eftirtektarverður munurinn á þeim
vandamálum, sem Nýsjálendingar hafa við
að eiga og okkar vandamálum. Þeir komu
að landi alvöxnu skógi, sem þurfti að ryðja
til þess að fá landrými undir annan nytja-
gróður. Eitt af okkar vandamálum er hins
vegar það, að hér erum við í skóglausu landi
að kalla má. Það er einn mikill vandi, hvernig
eigi hér að gera skóginn að þætti í landbún-
aðinum. Enn, sem komið er, torvelda hinar
fáu kindur, sem við höfum, skógræktarstarf-
ið. En af viðtalinu við Dr. H. P. er að sjá,
að aukin jarðrækt og vísindalega grundvölt-
uð beit myndi geta leyst það mál, þannig að