Freyr - 15.09.1962, Síða 42
Vöruvagn, fólksvagn og barnavagn — og húsið, eiga þau Lis og Sigfred Madsen.
ég vildi sjá ögn af landinu því að ekki var
víst að til þess gæfist tækifæri öðru sinni, og
heim til Danmerkur kom ég með Stavanger-
fjord þann 29. júlí — heim í óvissuna, því
að ekki vissi ég hvað mín biði heima, segir
Sigfred.
Nú, ég tók mér frí til 15. september, þá byrj-
aði ég að aka bíl. Eg leit á bújarðir en mig
vantaði fjármagn til þess að kaupa jörð og bú.
Ég hugði ekki á stærra bú en það, að ég gæti
sjálfur gegnt öllum hlutverkum bóndans og
starfsins.
— Og svo stofnaðir þú heimili, gríp ég inn í.
— Já, ég trúlofaðist í september, ég hafði
kynnzt konuefninu úti á Islandi á sínum
tíma, hún vann í Reykjavík um eins árs
skeið á heimili Jóhönnu Magnúsdóttur, lyf-
sala. Við giftumzt í marz 1961. Ég var þá öku-
maður á mjólkurflutningabíl, það var aðeins
partur af hlutverki, ég varð að hafa aðra
flutninga með svo að fullt framfæri væri af
því. Við bjuggum í Tönder fyrst, en ég keypti
fljótlega 3300 fermetra lands rétt utan við bæj-
armörkin í Tönder, það er í sveitarfélagi sem
heitir Korntved. Ég hóf strax framkvæmdir
við byggingu, ók sjálfur efni, gróf fyrir undir-
stöðum, lagði veitur, keypti rör og steina til
þess að hlaða veggi, lagði sjálfur rörin í allar
veitur og hlóð sjálfur veggina. Hér í sveitinni
er engin kvöð á um, að fagmenn skuli gera bæði
þetta og hitt svo að þau atriði voru ekkert
vandamál. Ég notaði allar stundir til bygging-
arinnar og stundum var langt liðið á nótt áður
en ég hætti starfi. Ég reisti sperrur sjálfur,
fékk leiðsögn til þess að gera fyrstu kraft-
sperruna, hinar gerði ég einn, ég setti þak-
rennur á og þak, en raflagnir varð lærður raf-
virki að leggja, það verk mátti ég ekki sjálfur
inna af hendi. Og hér stendur húsið, segir
Sigfreð, þú getur skoðað það.
Já, ég gat skoðað það, því að hinn 9. júlí s.
1. sumar heimsótti ég Sigfred og Lis
konu hans, þar sem þau búa nú, ásamt nokk-
urra mánaða gamalli dóttur, í hinu nýbyggða
húsi, sem raunar er byggt handa svínum og
hænsnum, en, Sigfred hefur innréttað etit t
horn þess til bráðabirga til íbúðar, eina stofu,
eldhús og snyrtingu, og þar eru hin vistlegustu
skilyrði búin af hendi konu hans svo að vel má
við una.
— Þegar ég er búinn að byggja íbúðarhús
handa okkur ætla ég að nota þetta horn sem
skrifstofu og afgreiðslustað hér við búið, segir
Sigfred. Það verður Ijómandi starfsstaður fyr-
ir bóndann þegar þar að kemur, það skal fús-
lega staðfest.
Sérhver sem hugleiðir getur gert sér í hug-
arlund hvort það hefur ekki kostað allmörg