Freyr - 15.09.1962, Qupperneq 47
FREYR
335
Kjötvinnsla og kjötnámskeið
í ágústmánuði síðastliðnum dvaldi hér á
landi danskur maður að nafni Kaj Ander-
sen. í heimalandi sínu hefur hann að at-
vinnu leiðbe'ningarstarfsemi í kjötvinnslu
og kjötiðnaði og starfar að þeim málum á
vegum Iðntæknistofnunarinnar í Kaup-
mannahöfn (Teknologisk Inst tut).
Og svo er hann í tengslum við rannsókn-
arstofnanir og tilraunastarfsemi, sem rekin
er fyrir þessar greinar. Eru þar fram-
kvæmdar ým skonar prófanir með allskon-
ar matvæiageymslu o. fl.
Að því er kjötverzlanirnar snertir nær
hlutverkaskráin til reykinga, kælingar,
frystingar, suðu, niðursuðu og hvers konar
annarra varðveizluaðferða auk hins eigin-
lega iðnaðar.
Hingað kom Kai Andersen til þess að
leiðbeina íslendingum í þessum greinum,
en svo sem kunnugt er, er kjötiðnaður vax-
andi hér á landi og allstór hópur manna
vinnur nú að þeim verkefnum.
FREYR náði tali af Andersen áður en
hann fór, og spurði um þau hlutverk, sem
hann rækir og hvað hér var til meðferðar
á námskeiðunum, svo og hvað honum virt-
ist um íslenzk skilyrði til kjötiðnaðar.
— Hvaða menntunar er krafizt af kjöt-
iðnaðarmönnum til undirbúnings fyrir
hlutverk þeirra? spyrjum vér.
— Kjötiðnaðarmenn okkar verða að vera
sérmenntaðir Hjá okkur Dönum skiptist
stéttin í nokkrar greinar svo sem: slátr-
ara, pylsugerðarmenn, og hvaða grein sem
valin er verða menn að stunda nám í 4 ár
til undirbúnings fyrir hlutverkið. Það verð-
ur að fara fram undir stjórn meistara í
iðninni en námið er bæði bóklegt og verk-
legt með skólagöngu, nemendur verða að
sækja iðnskóla 200 stundir á ári í fyrstu
3 ár námstímans, en í þessu skólanámi er
þó falinn viss stundafjöldí 1 verklegum æf-
ingum.
Fyrsta árið eru allar deildir saman og fá
þá sömu fræðslu um almenn atriði fagsins
en síðar sérgreinist námið.
— Fá danskir kjötiðnaðarmenn og slátr-
arar fræðslu um eðli skepnanna og eitt-
hvað um hlutverk bóndans, sem styður að
því að afurðir skepnanna verði góð vara?
— Vissulega og hana allumfangsmikla.
Kennd er saga búfjárræktar og gerð grein
fyrir mismun á eðli villtra dýra og tamins
búfjár, og svo á mismun hinna einstöku
greina og kynja búfjárins.
Þar að auki er veitt fræðsla um þýðingu
fóðurs og fóðrunarfyrirkomulags á vissum
afurðastigum skepnanna, en þetta allt hef-
ur mjög mikil áhrif á kjötgæðin og afurða-
magnið. Það hefur ekki smávægilega þýð-
ingu fyrir pylsugerðarmanninn að vita
hvers konar hrávöru hann hefur handa í
milli og hvernig velja skal hráefnin til
þess að geta gert góða iðnaðarvöru. Við
höfum t. d. allt annað kjöt í Danmörku en
það sem um er að ræða hér á íslandi, og
enn öðruvísi er það í Argentínu.
— Og svo eru skepnurnar aðrar hjá ykk-
ur, og þetta er breytingum háð. Ég hef orðið
þess áskynja, að svínin eiga nú að vera
löng og ekki feit, en fyrir aldarfjórðungi,
þegar ég var við nám, þá voru feitu svínin
í miklum metum. Er þetta eitthvað í
tengslum við kjötiðnaðinn?
— Ég held nú það. Við slátrum nú um
9 milljónum svína á ári. Við seljum svíns-
höm í dósum til Ameríku í stórum stíl og
er þar veitt innflutningsleyfi fyrir ákveðn-
um fjölda dósa á ákveðnum tímabilum. Þá
er auðskilið, að það er vinningur að hver
höm sé sem þyngst, að hvert svínslæri sé
sem stærst en það má þó ekki vera af hve
gömlu dýri sem er, heldur af vænum grís,
og höm af vænum grís vegur auðvitað
meira og gefur meira andvirði en af þeim
lélega.
— Og nú er það hlutverk yðar um stund
að leiðbeina íslendingum í hagnýtingu
kjöts.