Freyr - 15.09.1962, Síða 52
340
FRE YR
Mjaltavélar.
Það er góð og gild regla að grannar okkar á
Norðurlöndum hafa talningadag á ári hverju,
venjulega að sumrinu. Þá er auðveldast að
sinna þessu þegar vorönnum er lokið og sum-
arannir ekki hafnar. Þá er talið búfé bænda,
vélar og annað það, sem þykir þess vert að
vita skil á til þess að gera sér ljósar ástæður
bændastéttarinnar.
Við talningu 1960 sýndi það sig, að mjalta-
vélar á Norðurlöndum eru flestar í Svíþjóð, en
fæstar í Finnlandi. Það ár voru þær á hvert
100 mjólkandi kúa: í Svíþjóð 10,8 vélar — í
Danmörk 9,7 — í Noregi 6,7 — í Finnlamdi 2,6
— og sama ár munu þær hafa verið um það
bil 3 á hvert 100 kúa hér á íslandi.
Hreindýrakvillar
virðast nú hrjá stofninn íslenzka, sem geng-
ur á öræfunum upp af Jökuldal og ef til vill
víðar. Eftirlitsmaður hreindýranna og nokkr-
ir aðrir, sem farið hafa á hreindýraveiðar, hafa
orðið þessa glöggt varir, því að á vegi þeirra
hafa orðið hreindýr, sem voru að falli komin
sökum krankleika. Benda nokkrar líkur til
þess, að hér sé um iðraorma af einhverju tagi
að ræða, en annars er þetta í nánari athugun
og verður líklega úr því skorið áður en langt
líður á haust.
Heyskap
mun því nær allstaðar hafa verið lokið um
göngur, en ekki er eftirtekja heyfengs mikil á
þessu sumri. Telja má víst, að hefði ekki áburö-
ur verið notaður nú, svo sem raun er á, þá
hefði orðið verulegur grasbrestur. Klaki var
í jörð um Suðurland fram í júnílok og jafnvel
lengur sumstaðar. Um landið norðaustanvert
voru tún mjög kalin. Einstakir óþurrkar herj-
uðu um stór svæði Norður-Múlasýslu og víðar.
Um Vestfirði, Dali og Snæfellsnes var sumar
sæmilegt og gott og eftirtekja eftir því, en víð-
ast annarsstaðar mun heyfemgur fyrir neðan
meðallag og allvíða miklu neðar.
Kartöfluuppskera
mun verða nokkuð fyrir neðan meðallag á
þessu hausti, en hún nálgast meðallag a'ðeins
þar sem bezt er, en annarstaðar er talið að
naumast sé þess vert að taka upp, eða upp-
skera er rýr og aðeins smámunir. Þessu veld-
ur auðvitað svalt sumar og stutt, en kartöflu-
gras féll víðast fyrri hluta septembermánaðar.
Álheimsframleiðsia
minkaskinna nam 15 milljónum á árinu 1961
og er það talið meira magn em nokkru sinni
fyrr. Framleiðsla loðvöru eykst hröðum skref-
um í austanverðri Evrópu og eru þjóðir þeirra
landa harðir keppinautar á markaðnum, eink-
um að því er snertir refaskinnin.
Norðmenn, sem um langt skeið hafa staðið
í fylkingarbrjósti, hvað gæði refaskinna snert-
ir, telja hlut sinn skarðan nú og er refarækt
orðin lítil þar í landi. Aftur á móti hafa Norð-
menn mikla minkaræktun og seldur þeir minka-
skinn árið 1961 fyrir stórfé, en samtals nam
andvirði loðvöru þeirra árið 1981 um 570 millj-
ónum íslenzkra króna (95,1 millj. n. kr.).
Loðvörumarkaður er nú umfangsmikill eink-
um vegna þess, að í tízku er að setja kanta og
kraga á klæðnað af ýmsu tagi og eru skimnin
að sjálfsögðu klippt niður á ýmsa vegu til
þeirra þarfa. Þessari notkun fylgir og sá kost-
ur, að lélegu skinnin notast betur en annars
og verða miklu verðmeiri við slíka notkun.
Útgefendur: Búnaðarfélag ísl. og Stéttarsamband bænda. - Útgáfunefnd: Einar
_ Ólafsson, Pálmi Einarsson, Steingr. Steinþórsson. - Ritstjóri: Gísli Kristjánsson. -
Ritstjórn, afgreiðsla og innh.: Læ'kjarg. 14 B, Reykjavík. Pósth. 390. Sími 19200.
BUNAÐARBLAÐ Áskriftarverð kr. 100.00 árgangurinn. — Prentsmiðjan Edda h.f.
v_________________________,_________________________________________________________:_____________J