Freyr

Årgang

Freyr - 01.03.1965, Side 5

Freyr - 01.03.1965, Side 5
LXI. ÁRGANGUR — NR. 5 REYKJAVÍK, MARZ 1965 Útgefendur: Búnaðarfélag íslands og Stéttarsamband bænda. Útgáfunefnd: Einar Ólafsson, Halldór Pálsson, Pálmi Ein- arsson. — Ritstjóri: Gísli Kristjánsson. — Ritstjórn, af- greiðsla og innh.: Lækjarg. 14 B, Reykjavík. Pósth. 390. Sími 19200. Áskriftarverð kr. 150,00 árgangurinn. Prentsmiðjan Edda h.f. EPNI : Búvörur og blóðtappar Sitt af hverju frá Breiðafjarðar- byggðum Snefilefnin í fóðrinu Kanínan Byggingarlag og mjólkurlagni nautgripa Hreinlæti og heilbrigði í fjósum Vothey og vinnubrögð Myndvefnaður Útlönd Fréttir Búvörur og blóðtappar Urn undanfarnar vikur hefur það verið brjnt fyrir neytendum, að þeim sé búin van- heilsa — blóðtaþþar — ef þeir neyti mjólkur- vöru og kjöts i sama mœli og verið hefur og er þd sérstaklega tekið fram, að það sé fitan, sem sé meinvaldur, smjörið og feita kjötið sé notað i óhófi, og annarar matvöru skuli fremur neytt til þess að fullnœgja nœringar- þörfinni, t. d. fitu úr jurtaríkinu. Leitað er frumástceðu kvilla i hjarta- og œðakerfi, er hrjá fleiri menn en fyrr. og af sumum fullyrt, að sé neyzla fitu búfjárafurð- anna, og hefur svo langt gengið, að einn af þrófessorum Háskóla íslands hefur staðhœft, við hljóðnema rikisútvarþsins, að efalaust sé neyzluvenja fólks nokkru ráðandi um út- breiðslu ofannefndra kvilla og þvi beri að takmarka neyzlu nefndra búvara. Ekki verður hér fullyrt, hvað rétt er i stað- hcefingum sem þessum, en hitt er vist, að i líkama spendýra myndast „colestearin“ af miklu fleiri efnasamböndum en þeim, sem eru i dýrafitu, enda mundi illa fara ef svo vceri ekki, þvi að verulegur hluti vefja i heila, taugum og fleiri mikilsverðum liffœrum spen- dýranna, eru hlaðnir „colestearini". Það vill lika svo til, að á sama tima og is- lenzkur prófessor birtir almenningi umrœdd- ar aðvaranir, tjá erlendir lifeðlisfrœðingar allt aðrar staðreyndir um neyzlu umrceddra bú- vara og telja einkum mjólk og mjólkurafurð- ir meðal þeirra fceðuefna, sem ungum og gömlum, heilum og veilum, séu öllum öðrum nauðsynlegri og hollari. Og á sarna tima og prófessorinn sker upp herör gegn neyzlu búvara til þess að forðast hjarta- og ceðakvilla, þá fœr erlendur visinda- maður Nóbelsverðlaun vegna árangurs á rannsóknum colesterols, en vikur þar hvergi að því, að umrceddar fceðutegundir séu heilsu- spillandi ef neytt er. Ekki viljum vér cetla, að ofangreindum prófessor hafi verið mútað til þess að bera staðhœfingar sínar á borð fyrir hlustendur, svo sem sumir cetla, en vér álítum hann hafa við ákaflega fúið prik að styðjast i staðhæf- ingum sinum, og að þcer séu nánast sagt „m arkleys a“. G.

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.