Freyr - 01.03.1965, Qupperneq 15
FRE YR
71
Hreinlætisráðstafanir
og
heilbrigðisaðgerðir
í fjósum
Hreinlæti og heilbrigði hljóta að
vera og verða tvö meginatriði, sem
ráðandi og ríkjandi þurfa að vera í
fjósum hjá okkur eins og öðrum, til
þess að mjólkin verði alltaf fyrsta
flokks vara. Mundi ekki ástæða til
að vinna markvisst að eflingu þessara
atriða. Aðrar þjóðir leggja stund á
það, því ekki við einnig ?
Það mun varla vera að ástæðulausu, að
ýmsir segjast vera í vandræðum af því að
kýrnar 'hafi svo oft og svo margar illt í
júgrum. Júgurbólga og fleiri kvillar hafa
áhrif á afurðamagn skepnanna og gæði
mjólkurinnar svo sem kunnugt er. Þess
vegna er lagt kapp á að lækna júgurkvilla,
en raunar er miklu eðlilegra að gera allt,
sem í mannlegu valdi stendur, til að fyrir-
byggja þá.
Eins og kunnugt er eru það sýklar, sem
valda júgurskemmdum, en hvers vegna og
hvernig þeir komast í júgur kúnna, — ja,
það er atriði, sem virkilega er vert að gera
sér grein fyrir. Það eitt er hægt að full-
yrða í þessu sambandi, að með efldum
hreinlætisráðstöfunum og bættum vinnu-
brögðum er hægt að girða fyrir mein af
nefndu tagi að verulegu leyti.
Hvernig maður veit það?
Jú, maður verður að gera ráð fyrir, að
hér gildi svipuð lögmál og annars staðar,
og það sem öðrum tekst muni okkur einnig
takast.
Fyrir nokkrum árum var þess getið í Frey,
að heilbrigðismálaráðunautur danskra
bænda hefðu unnið stórvirki í félagi við
dýralækna, um eflda heilbrigði skepnanna
(kúnna) og um leið hafi meira öryggi verið
skapað um gæði búvörunnar. Nokkrir ráðu-
nautar eru þar stöðugt starfandi að hlut-
verkum, sem eingöngu lúta að þessum efn-
um. Meðal annars hafa þeir gert gangskör
að því, að mjaltavélarnar séu í lagi og
skemmi ekki spena né júgur kúnna, en við
slíkar skemmdir er júgurbólgunni boðið í
fjósið.
Þegar farið var að grennslast um hvernig
ástætt væri með mjaltavélar hjá mönnum,
þá sýndi það sig, að þar var sitthvað í ólagi,
jafnvel þó að mj altakennsla og meðferð
mjaltavéla hafi þar verið fastur liður í leið-
beiningastörfum á sérstökum námskeiðum
og með umferðakennslu um áratugi.
Hvað mundi þá hér á landi þar sem slíkt
hefur verið vanrækt með öllu þangað til
allra síðustu árin og fjöldi þeirra, sem hér
eiga mjaltavélar og nota þær, hafa aldrei
fengið kennslu í réttri meðferð og hagnýt-
ingu þeirra? Hvað mundi koma á daginn
ef hér væri farið í fjós úr fjósi um nokkrar
sveitir, til þess að rannsaka þessi mál gaum-
gæfilega?
Það væri ekki óeðlilegt þótt niðurstaðan
yrði eitthvað svipuð og reyndist í sveitar-
félagi hjá 180 bændum rétt hjá Ringsted
í Danmörku fyrir skömmu. Á 5 býlum var
allt í lagi það, er snerti mjaltavélarnar, en
á 175 var eitthvað í ólagi, sums staðar margt.
Það var júgurbólgu-rannsóknastofan i
Ringsted, sem komst að þessum raunalegu
sannindum.
í þessu sambandi er það tekið fram, að
síðan smitandi kálfaláti hefur verið út-
rýmt og svo berklaveiki i nautpeningi sömu-
leiðis, sé júgurbólgan skæðasti kvillinn í
kúnum, og mjaltavélarnar, ástand þeirra,
og misnotkun þeirra, sé lang-algengasta