Freyr - 01.03.1965, Side 22
78
FRE YR
fjöldans og notkun kornvöru til fóðurs vex
hröðum skrefum. Endurteknir samningar við
Bandaríki Ameríku, síðan 1957, hafa gert kleift
að flytja þessa vöru inn hindrunarlítið, því að
það heitir svo, að varan sé fengin samkvæmt
samningum um lánsfrest til allmargra ára
en vitað er, að sumt af greiðslu andvirðis vör-
unnar er auðvelt að inna af hendi. I samningi,
sem gerður var í árslok 1964, um kaup amer-
ískrar búvöru fyrir árið 1965 er sagt, að um
75% af andviðinu gangi sem Ián til innlendra
framkvæmda. Vörur þær, er um ræðir, eru:
maís, hveiti, bygg, hrísgrjón, soyabaunir, tó-
bak og baðmullarfræsolía. Þess má geta í þessu
sambandi, að á síðasta ári voru fluttar fóður-
vörur til landsins, er námu um 32 þús. lestum.
í heimsmeistarakeppni
í píægingu, sem fram fór í Vín á síðastliðnu
hausti, hlaut plógur frá norsku Kverneland-
verksmiðjunni 1., 3., 4. og 6. sæti og átti auk
þess 13 önnur sæti af 40. Ge?S plógsins var
Hydrein.
Sultur
er því miður alltof algengt fyrirbæri í heimin-
um og dauðsföll, beint eða óbeint, vegna van-
næringar, eru alltof algeng atvik. Þetta
lætur einkennilega í eyrum þeirra, sem hafa
svo mikil matvæli til umráða, að þau eru lítt
eða ekki seljanleg og liggja undir skemmdum
vegna langvinnrar geymslu. Eigi að síður eru
þetta ómótmælanlegar staðreyndir. Skortur á
matvælum er fyrst og fremst í hinum svo-
nefndu þróunarlöndum, en þjóðir þær, sem
þau byggja, hafa ekki efni á að kaupa mat-
vælin því verði, sem framleiðendur þurfa að
fá fyrir þau.
Vestrænar þjóðir hafa matvæli í ríkulegum
mæli og geta hjálpað mörgum um góðan og
mikinn mat, en hver á að borga fyrir þá, sem
ekki geta keypt?
Þess voru dæmi fyrir fáum árum, að Austur-
landaþjóðir gátu fengið korn ókeypis fyrir
vestan haf en hungrað fólk hafði engin eni á
að greiða flutningsgjaldið.
Þessvegna dó fjöldi manna úr hungri áður
en lausn fékkst á flutningsvandamálinu.
DIESELRAFSTÖÐVAR
í hvera sveit á íslandi.
Þær eru ódýrar
sparneytnar
öruggar í notkun
auðveldar í meðferð
Varahlutir ávallt fyrirliggjandi.
Fljót afgreiðsla.
S. STEFÁNSSON & Co. h.f.
Garðastræti 6 — Reykjavík
Sími 1 55 79
TILKYNNING
frá
LISTER-UMBOÐINU
Framvegis mun S. Stefánsson & Co.
h.f. hafa með höndum alla sölu og af-
greiðslu rafstöðva og landvéla svo og
varahluti fyrir þær.
Allar skipa- og bátavélar og vara-
hlutir fyrir þær verða eftir sem áður
á vegum Vélasölunnar h.f.
Skrifstofur beggja fyrirtækj anna
eru sem fyrr í Garðastræti 6, Reykja-
vík. Einnig varahlutaverzlunin.
Allt er undir umsj á sömu manna og
áður hefur verið.
S. STEFÁNSSON & CO. H.F.
Pósthólf 1006 — Sími 15579
VÉLASALAN H.F.
Póst hólf 506 — Sími 15401