Freyr - 01.03.1965, Page 8
Byggingar í
Ólafsdal í tíð
Torfa Bjarnasonar
verið komin í Torfa tíð, þá veit ég, að hann
hefði ekki hikað við að taka vöruna upp
í Skarðsstöð, og losað sig við að fá skipin
með eftirgangsmunum inn á Salthólma-
vík. Það er engum efa bundið, að Torfi
hafði gleggra auga fyrir því, hvers virði
það er að hafa útflutningshöfn í sínu hér-
aði eins og nú er háttað, en menn virðast
hafa nú, sem að svipaðra hagsmuna hafa
að gæta fyrir heildina, eins og hann hafði.
Þessir aðdrættir, eins og þeir eru nú, eru
hreinn og beinn óþrifnaður að mylkja alla
erlenda vöru frá Reykjavík, með annað
hvort bílum eða bátum, í Austur-Barða-
stranda-, Dala- og mikinn part af Snæ-
fellsnessýslu og það á fjörð, eins og Breiða-
fjörð, með nægar útflutningshafnir, og þar
má nefna Skarðsstöð fyrir sýslurnar við
innfjörðinn. Það hefur verið talið mesta
happ fyrir hvert hérað, sem hefur útflutn-
ingshöfn, ekki eingöngu fyrir erlendu vör-
una, heldur einnig fyrir þá gjaldevrisvöru,
sem út er flutt, því að svipað mun kosta
á kílóið af henni suður og hinni hingað,
og verður þá tvíklætt ágóðapúkkið fyrir
mannskapinn.
Undanfarin ár hefur viður verið það
eina, sem komið hefur hingað til Skarðs-
stöðvar beint frá útlandinu, til þriggja
kaupfélaga hér á umgetnu svæði, og geri
ég helzt ráð fyrir, að það hafi verið orsök-
in, að hefði honum verið umskipað einhvers
staðar, þá hefði viðurinn orðið það prísað-
ur, að enginn hefði séð sér fært að kaupa
hann, og svipað hlýtur þetta að vera með
aðra vöru.
Það er vonandi, að sálarástand verzlun-
arstjóranna taki breytingu til heilla fyrir
viðskiptafólkið viðvíkjandi þessum að-
dráttarmöguleikum. Það er ekki æskilegt
að þurfa íslenzkan vetur til þess að kenna
mönnum að taka upp gamla lagið. Hrædd-
ur er ég um, að þessir mörgu samfelldu
sumar-vetur hafi ruglað marga í ríminu.
Ef í harðbakkann slær með fönn, þá verða
það þó sjóflutningarnir, sem gripið verður
til, vitanlega með umskipunarneyð, má
búast við.
Ég þurfti að skrifa forstjóra Sambands-
ins fyrir nokkru, og drap þar eitthvað á
verzlunarástandið hér hjá okkur nú, bor-
ið saman við hvernig það var fyrir og um
aldamót, hvað flutning á erlendri vöru
snerti. Það vildi svo heppilega til, að hann
hafði nægilegt blek, ásamt kurteisi, og
skrifaði mér því strax aftur og sagði, að
það stæði ekki á Sambandinu að flytja
vörurnar beint til okkar á Breiðafjörð, ef
fólkið heima hjá okkur vildi það. Ég þekki
engan mann eða konu, sem ekki kýs held-
ur að fá hlut billegri en með okri. Nú er
það svo, að það er kaupfélagsstjóranna,
ásamt stjórnunum á umgetnu svæði, að
gera athugun á hvað hægt er að fram-
kvæma í þessum málum til hagsbóta fyrir
fólkið. Yrði sú athugun gerð opinská og
sýndi, eins og ég býst við, stóran hagnað,
þá veit ég að verzlunarstj órarnir hefðu
engan frið, fyrr en horfið yrði að sömu
aðdráttaraðferðinni og viðhöfð var fyrir
og um aldamót. Ég er alveg sannfærður
um, að það skipti milljónum, sem sparað-
ist við beina flutninga hingað, ekki sízt ef
útflutta gjaldeyrisvaran er tekin með. Nú
eru úr sögunni selstöðuverzlanirnar, sem
auðvitað gátu farið með allskonar hagnað
úr landi. Yrði hagnaður nú við áður um-
getna breytingu, hvert ætti sá hagnaður
að fara, nema til fólksins? Ætli því veiti
af?
Skarði, 20.11. 1964.
Kristinn Indrifiason.