Freyr

Årgang

Freyr - 01.03.1965, Side 19

Freyr - 01.03.1965, Side 19
JATA OG FÓÐUR- GANGUR Sú var tíðin, að jötur í fjósum þóttu sjálfsagðar og var miklu efni og vinnu offrað til að gera þær sem vandaðastar að frágangi og traustar hlutu þær að vera, því að kýrhausar voru góðar sleggjur til þess að aflaga, brjóti og beygla það, er undan hnoði þeirra gat látið. Timburfrek- ar voru jöturnar og dýrar, bæði í fyrstu gerð og svo í viðhaldi. Svo kom steinsteyþan og þar voru harð- ir veggir og þybbnir fyrir, en þá var það, að nokkuð vildi skorta á hreinlæti niðri í þeim djúpu „skonsum", sem þær voru jafnan, og dæmalaust var seinlegt að þrífa þær, þessvegna voru þær jafnan ein rusl- hola, í stuttu máli sagt. ... „leiðindaholur" voru þær jötur. En svo komu nýtízku fjósin eftir 1946 og þá varð ný hlið uppi á teningi. Þá var far- ið að prófa sitthvað nýtt og þá fundu menn fljótlega, að það voru hvorki timburjötur né steinklefar framan við kýrnar, sem bezt var til að setja fóðurskammtinn í handa hverri kú. Nei, þá var það að menn kom- ust að raun um, að bezt mundi að láta fóðrið liggja fyrir framan kýrnar eins og í garða væri, en gefa þá bara kraftfóðrið í sérstökum trogum eða á annan veg svo unnt væri aðeins, að hver kýr fengi sitt af þeim skammti. Bezt hefur þó líkað að hafa brík milli bása og jötu, en hitt er orðið ríkjandi og ráðandi að hafa engar sérstakar jötur. Umbúnaður milli bása og jötu þarf að vera haganlega gerður og með sem minnst- um — og helzt engum — misfellum, eng- in skörp lögg er þar kostur á ráði, en all- an slíkan búnað er talsvert dýrt að gera ef slá skal upp fyrir steypu í hvert skipti. Miklu betra væri að eiga völ á sérstökum steinum, sem hægt væri að leggja í steypu og festa þannig og slíkir steinar — jötu- steinar — ættu ekki að verða dýrir í fjölda- framleiðslu, miðað við að steypa búnaðinn á frumstæðan þátt. Á teikningunni má sjá tillögu að slíkum steini, sem felldur væri í nýgerða steypu um leið og fóðurgangur er gerður. Jata og fóðurgangur kæmu þá í eitt. Fyrirmyndin að teikningu þessari er að vísu miklu full- komnari en steinsteypa, hún er brenndur leir og gleruð, enda eru mál hennar millí- metrar. En með því að hafa þykktir meiri gætum við vonandi gert svona steina nógu trausta til flutninga frá verkstæði til not- anda. Hver vill steypa svona eða álíka jötusteina? Vonandi eitthvert steypuverk- stæði.

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.