Freyr

Volume

Freyr - 01.03.1965, Page 13

Freyr - 01.03.1965, Page 13
FRE YR 69 Byggingarlag og mjólkurlagni nautgripa Hér fer á eftir þýddur hluti úr II. kafla bókarinn- ar: ÁRFTLIGHET OCH HUSDJURSFÖRÁDI.ING eftir Ivar Johansson og Jan Rendel, útgefandi LTs Förlag, Stockholra, 1963. Kaflinn allur heitir: „Kroppsstorlek och slaktegenskaper", en sá hlutinn, sem þýddur hefur verið, nefnist: „Avsluttande syn- punkter" (Ályktunarorð) og hefst á bls. 245. Þýð. „Það er greinilegt, að þá eiginleika, sem mynda grundvöllinn að hagkvæmri kjöt- og fleskframleiðslu, fóðurnýtinguna, vaxtar- hraðann og kjötgæðin, er alla hægt að bæta með skipulögðu kynbótaúrvali. Þetta sýnir sig ekki sízt á þeim árangri, sem náðst hef- ur í fleskframleiðslunni, enda þótt fram- farirnar þar séu vitanlega ekki eingöngu kynbótum að þakka. Hinar öru framfarir í svínaræktinni hafa getað átt sér stað vegna prófunarstöðva, þar sem möguleikar hafa verið á að dæma á hlutlausan hátt kynbótagildi undaneldisgripanna. Ef reynt yrði á hliðstæðan hátt að bæta vaxtarhraða og kjötgæði hjá nautgripum og sauðfé, þá getur orðið nauðsynlegt að koma á fót einhvers konar einstaklings-eða afkvæmarannsókn á þeim karldýrum, sem notuð eru í stórum stíl til undaneldis, t. d. á sæðinganautum. Hér standa menn hins vegar andspænis vandamálinu að bceta samtímis mjólkur- og kjötframleiðslu. Möguleikarnir á því byggjast á erfðasam- henginu milli þessara eiginleika. Fram að þessu hafa aðeins fáar rannsóknir verið gerðar, sem varpað geta ljósi á þetta flókna vandamál. Mason o. fl. rannsökuðu í marz samheng- ið milli mjólkurmagns annars vegar og hæðar á herðakamb og þunga á fæti hins vegar, hjá kvígum á dönsku afkvæmarann- sóknastöðvunum. Þegar aldursmunur við burð var enginn, var erfðasamhengið milli mjólkurmagns og hæðar á herðakamb -þ 0,36, en milli þunga á fæti í marz og mjólkurmagns -r 0,07. Seinna samhengið gefur tæpast til kynna nokkurt neikvætt samhengi milli þunga á fæti og mjólkur- magns. Samkvæmt rannsókn, sem Johans- son gerði, var vöxtur kvígnanna frá burði og fram í marz mjög óverulegur hjá kvíg- um, sem mikið mjólkuðu. í mörgum tilfell- um léttust þær jafnvel. Beint samhengi (fenotypisk korrelasjon) milli þungans á fæti rétt eftir burð og mjólkurmagn ins var hins vegar jákvætt (0.22). í rannsókn þeirri, sem áður hefur verið vísað til, eftir Blackmore o. fl., yfir erfðasamhengið milli ýmissa mála á lifandi gripum af svart- skjöldóttu, amerisku mjólkurkyni, voru einnig rannsökuð áhrif stærðar gripanna á magnið af miólk með sömu fitu. Rannsókn- in var gerð á 334móður-dóttur-samstæðum. Stærð gripanna var mæld við 6, 12 og 24 mánaða aldur. Reiknað erfðasamhengi var allbreytilegt, eftir því, á hvern hátt það var reiknað. Þó kom í ljós á öllum aldurs- skeiðum jákvætt erfðasamhengi (r=0,2 —0,3) milli mjólkurmagns og hæðar á herðakamb. Niðurstaðan var þannig því sem næst hin sama og hjá Mason og sam- strafsmönnum hans. Erfðasamhengið milli brjóstummáls og mjólkurlagni var nei- kvætt, en ekki fannst neitt samhengi á milli þunga gripanna á fæti og mjólkur- lagninnar. Kynbætur, sem miða að því að auka mjólkurmagn, virðast þannig hafa í för með sér samtíma breytingar á líkamshlut- föllum skepnanna, þannig að þau verði hærri á herðakamb og með minna brjóst- rými. Fyrri rannsóknir hafa sýnt fram á, að um jákvætt ramhengi er að ræða milli kjötgæða og hlutfallsins á milli brjóstum- máls og hæðar á herðakamb. Því má búast við, að kynbæturnar leiði til minnkandi kjötgæða, og rannsóknir gerðar af Cook o. fl. styðja þetta. Þar var rannsakað sam- hengið á milli kjötgæða 83 uxa af mjólk- urstutthyrningakyni og mjólkurmagns mæðra þeirra, miðað við sömu fitupró-

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.