Freyr

Årgang

Freyr - 01.03.1965, Side 17

Freyr - 01.03.1965, Side 17
FRE YR 73 VOTHEY og vinnubrögð Lokasvar til Guðmundar Hagalínssonar. f júlíhefti Freys 1964 er grein eftir GuS- mund Hagalín son. Á hún að vera svar við grein minni, er ég nefndi ,,Votheyið og galdramaðurinn“. Ég hygg, að þessi skrif mín um vothey, og annara í sambandi við þau, séu nú komin á það stig, að ekki sé mikið upp úr þeim að hafa, og því rétt, að þeim fari að ljúka. Umræður um hverskon- ar málefni eru að öllum jafnaði gagnleg- ar, þó að þær hljóti að eiga sín takmörk eins og annað. Ég vil þakka ritstjóra Freys fyrir lipurð og víðsýni í sambandi við þessi skrif. Vona ég að þau hafi orðið til þess, að margir sauðfjárbændur hafi hugsað sig betur um en ella, áður en þeir ákváðu hvaða heyverkunaraðferð þeir skyldu nota í framtíðinni, þó ritstj. Freys nefni sum þessi skrif „fánýt gögn“. Að síðustu vil ég drepa á örfá atriði í grein Guðmundar. ★ Ég sé, að frá því hann skrifaði fyrri grein sína hefur orðið mikil framför í bú- skaparháttum hans og er það vissulega gleðilegt. Annars hirði ég ekki um að bera saman vinnubrögð okkar frekar en orðið er. Guðmundur segir: „Ég þurrka kringum 1/8 af heyfengnum og nota vanalega þann tíma til að þurrka, er bezt gengur með þurrk, og fæ þessvegna því næst aldrei hrakið þurrhey. Þetta gerum við Önfirð- ingar líka, að þurrka helzt þegar „bezt gengur með þurrk,“ en við það verður að kannast, að oft bregst okkur getan til að sjá fyrir veður á komandi dögum, og því fer svo stundum, að hey hrekjast hjá okkur. Hefur þér aldrei dottið í hug, Guðmund- ur, að þú værir á rangri hillu, ættir að vera starfsmaður hjá Veðurstofunni? Athyglisvert er það og huggun þeim, sem lítið kunna til votheysgerðar, að Guð- mundur telur að helzt hafi drepist hjá sér kindur úr Hvanneyrarveiki, þegar hann hafði gott vothey, en aldrei þegar það var vont. Guðmundur er brosmildur maður. Hann brosir að því, að ég skuli stöðugt telja mig vera að gefa kúnum skemmt vothey, vegna þess, að dagleg notkun sé svo lítil. Ég vil enn halda þessu fram, því þó að ég gefi 3 gripum i/3—1/2 gjafar af votheyi, tel ég það of lítið til þess að það haldist óskemmt ofan á í gryfjunni. Það er annað hjá Guð- mundi. Hann gefur alltaf fyrsta flokks vothey, sennilega jafnt úr þeim gryfjum, sem slœmt vothey er í, því slæmt vothey á hann þó stundum til, að hann segir. Var það furða að ég nefndi galdra í sambandi við þennan mann? Guðmundur brosir að reikningskunn- áttu minni og lái ég honum það ekki, þó ég að vísu kannist ekki við sumar tölurn- ar, sem þarna eru notaðar. Það mætti líka brosa að því, hve stórkostlegur búskapur Guðmundar virðist vera, þar sem hann lætur sér ekki nægja að telja fram hey- feng sinn í böggum eða hestum, sem hátt- ur er venjulegra bænda, heldur telur hann fram í hekturum. Frumlegt framtaJ það. Af undanfarandi reynslu mun Guðmund ekki undra þó ég velti nokkuð vöngum yf- ir reikningsdæmi hans. En í stuttu máli virðist mér niðurstaða þess dæmis bannig: Ef Öxfirðingar gæfu fé sínu eingöngu vothey, fengi hver bóndi um 50 þús. kr. aukatekjur árlega. Engin vanhöld? En mér er spurn: Hvaðan komu þessar 83 kindur, sem hann telur hverjum bónda til tekna? Voru þær verðlausar um haustið, eða hafði votheyið á einhvern yfirnáttúr- legan hátt töfrað þær fram? Mér virðist, að þarna ætti ekki að reikna votheyinu til tekna annað en fóðurkostnaðinn á þessar kindur, en ekki verð kindanna sjálfra. Nei, Guðmundur! Eg held þú hafir jafnvel mát- að þarna Sölva heitinn Helgason, þegar hann, að sjálfs sín sögn, reiknaði tvíbur- ana í stúlkuna og hafði annan hvítan en hinn svartan. Þrátt fyrir þessa reiknings-

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.