Freyr - 01.03.1965, Qupperneq 16
72
FRE YR
Erlendur vélasérfræðingur staðhæfir að landbúnaðurinn sé aðeins á byrjunarstigi vélvæðingarinnar. Fullyrðing
hans hefur gefið teiknaranum tilefni til að skyggnazt fram í tímann og sjá hvernig umhorfs verður í fjósum
þegar vélvæðingin verður komin á æðra st.'g. — (Landsbladet).
ástæðan til útbreiðslu þessa kvilla. Og þetta
gerist hjá þeim, sem þó hafa haft umfangs-
mikla leiðbeiningastarfsemi í frammi. Hvað
mundi hér vera að gerast? Hér er kvillinn,
því miður, einnig allt of algengur og til-
finnanlegur — ef til vill af svipuðum á-
stæðum og hjá Ringsted?
Þar er nú á dagskrá að leita aðstoðar hins
opinbera til þess að hafa starfandi í land-
inu nokkrar rannsóknarstofur, búnar tækni,
sem líffræðingar þurfa að hafa til þess
að grípa inn í hvert sinn sem meina af
þessu tagi verður vart, svo að júgurbólga
fari ekki um sem næmur kvilli og smiti
heilan hóp skepna, og geri ekki mikla mjólk
að sóttmengaðri vöru. Eins og þar í landi
er leitað samstarfs dýralækna, búfræðinga
og tæknifræðinga, væri eflaust ástæða til
að vinna hliðstætt hér á landi, því að svo
mikið er um júgurbólgu að mikið mein er
að, og sjálfsagt á tæknibúnaður í fjósum
verulega sök á því. En hér hefur verið of
kyrrlátt í þessu efni.
Landsráðunautur danskra mjólkurfélaga
í vélmjöltun kom hingað til lands fyrir
rúmum þremur árum á vegum félagssam-
taka bænda í Eyjafirði. Erindi hans var
að kynna, hvernig er þar sem hann stýrir
málum. Þá var spurt hvort aðrir vildu hlusta
á hann eða kynnast boðskap þeim, er hann
hafði að flytja. Þess þurftu engir hér;
sennilega af því að allt hafi verið í lagi
annars staðar en í Eyjafirði. En var það
nú svo?