Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.03.1965, Qupperneq 21

Freyr - 01.03.1965, Qupperneq 21
þarf 55 hestöfl með 150 sm vinnslubreidd, hvorutveggja miðað við átengda vagna, og vinnu á venjulegu landi og ekki of bröttu eða mishæðóttu. — Það lítur annars út fyrir öra þróun í notkun siáttutætara við björgun uppskerunn- ar á Islandi eins og í öðrum löndum, segir Erik Jensen að lokum. Áburðarpantanir og sala áburðar Um síðastliðin mánaðamót skeði sá atburð- ur í sambandi við starfsemi Áburðarverksmiðj- unnar í' Gufunesi, sem telja verður sérstæð- an, en þá var skipað í land 1000 lestum af fljótandi stækju (ammóníaki). Lögur þessi kom með tankskipi frá Noregi en Norsk Hydro seldi hráefni þetta, sem notað er við fram- leiðslu köfnunarefnisáburðar. Ástæðan til þess, að efnt er til þessa inn- flutnings er einfaldlega sú, að verksmiðjan fær ekki nægilega raforku til þess að fram- leiða vatnsefni það, sem notað er til fram- leiðslu ammóníaksins. í Gufunesi er hráefni þetta varðveitt í geymi, sem til þessa hefur verið reistur og er svo tappað úr honum eftir þörfum inn í verksmiðj- una svo að hægt sé að halda uppi framleiðsl- unni og er vonast til að hún geti, með þessari úrlausn, verið nærri hámarksafköstum vélbún- aðarins. * * # í sambandi við framangreinda frétt er vert að segja frá því, að nú er áburðurinn í þann veginn að byrja að koma til landsins og kem- ur svo mánaðarlega eða oftar fram á vor. Xil þessa hefur áburðarnotkunin stöðugt farið vaxandi og enn má gera ráð fyrir að hún verði meiri en í fyrra. Eftirfarandi tölur sýna hvað bændur biðja um og hver hin raunveru- lega sala hefur verið á síðasta ári: Pantað lestir áburðar Selt 19( 1965 1964 Þrífosfat 11.300 10.200 10.400 50% kalíáburður 5.800 5.440 5.440 Kjarni 29.000 28.200 29.000 I sambandi við ofangreindar tölur skal geta þess, að auðvitað er um að ræða fleiri áburð- artegundir en hér getur, en þær eru umreikn- aðar til eins samnefnara fyrir hverja áburð- artegund. Þá skal og þess getið, að garðáburð- ur er ekki talinn með hér hvorugt árið, en þar er um að ræða svo lítið magn, að ekki skiptir máli hvort hann er hér talinn eða ekki. Ammóníakgeymirinn í Gufunesi í byggingu, Á jóladag fæddust tvílembingar á Hnjúki í Kinn, sagði frétt frá Fosshóli, um miðjan janúar. Það er útlit fyrir að hér sé að mótast atburðir eins og í hitabeltislöndum og á heittempruðum svæðum, að lömb fæðist á öllum tímum árs. Til þessa hefur það verið talið sjaldgæft að lömb fæðist í janúar og hvort Iömb hafi fæðst á jólum áður er FREY ekki kunnugt. En á tímabilinu frá nýári til gangna getur sauð- burður náð þó að hann virðist eðlilegastur hér í apríl til júní. Innflutningur kornvöru eykst frá ári til árs, kornvara til manneldis þarf í vaxandi mæli vegna aukningu íbúa-

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.