Freyr

Volume

Freyr - 01.03.1965, Page 6

Freyr - 01.03.1965, Page 6
62 FRE YR Sitt af hverju BREIÐAFJARÐARBYGGÐUM Nokkur orð langar mig til að senda Frey til birtingar með von um, að þau verði birt- ingarhæf. Ég varð það seint á ferðinni, að ég komst aldrei á búnaðarskólann, hjá Torfa Bjarnasyni í Ólafsdal þangað sem margir á þeim árum sóttu bæði frægð og frama. Indriði faðir minn og Ólafu'' föður- bróðir voru báðir búfræðingar frá Ólafs- dal, en ég má fullyrða, að faðir minn var eini skólapilturinn í Ólafsdal, sem las ut- an skóla, og hirti úti á Hvoli um 200 fjár, og eitthvað af hestum, en fór tvisvar í viku inn að Ólafsdal til yfirheyrzlu, sem er ca. 6 kílómetra vegarlengd. Ég ætla að skjóta því hér inn í, rétt til gamans, að þegar Torfi kom frá Ameríku, var hann ekki mjög fjáð- ur, frekar en menn í þá daga, svo að erfitt var hjá honum að byrja á búnaðar- skólanum í Ólafsdal. en á Hvoli, hjá Ind- riða Gíslasyni afa mínum, var stór bað- stofa, eftir því sem var í þá daga. Hann var talsvert framsækinn, búinn að gera vatns- veitu á mest af engjum á Hvoli, og hlaða gripheldan grjótgarð kring um hálft tún- ið, en skurð og torfgarð um hinn helming- inn. Hann byrjaði grjótgarðinn við stóran stein í norðurhorni túnsins, á hliðinni á þessum stóra steini, túnmegin, er skýrt grafið: Fyrsta jarðabót Indriða Gíslasonar 1852. > Fyrir utan þessa túngirðingu hlóð hann griphelda grjótgarða í kringum tvo all- stóra ræktaða bletti beggja megin túns- ins. Á þessum tíma hafði hann hestvagn, sem hann kom með úr Skagafirði, og fyrir honum vanalega naut, bæði sumar og vet- ur. Skaflajárnin voru skrúfuð á tudda. Ég, sem þessar minningar skrifa, get um þetta borið, því að ég fékk að vera í vagninum, sem tuddi var fyrir. Var ég þriggja ára, og auðvitað skíthræddur. Afi minn hafði stór- an grjótsleða með breiðu járndragi undir. og kjálkum, svo að ekki rynni fram á hest- inn. Á þessu farartæki var keyrt um svell- in, sem nóg var af á Hvoli, og hyllzt til, að tunglskin væri í kvöldkyrrðinni. Á þessum farkosti var vanalega haus við haus, og þótti sport hið bezta. Það var fleira fólk á bæjunum í þá daga en nú til dags. Klárarnir, sem hafðir voru í þessar sportferðir, voru vel með farnir, enda góð heyin af flæðienginu á Hvoli. ★ ★ Þetta var nú bara innskot, rétt til gam- ans, áður en ég sný mér aftur að Hvolsbað- stofunni, sem sýnir bæði vinskap og fram- sækni afa gamla, þegar hann tók Torfa í Ólafsdal með tólf unglingspilta á unglinga- skóla í tvo vetur, innan um kvenfólkið og rokkana. Þetta var veturinn áður en Torfi byrjaði Ólafsdalsskólann. Það vildi til, að þetta voru allt mestu sæmdardrengir, og skal ég aðeins geta tveggja fyrir utan þá Indriða föður minn og Ólaf bróður hans. Áður áminnztir tveir voru þeir heiðurs- menn, hreppstjóri síðar, Bjarni Jensson í Ásgarði, sem enginn hefur tölu á hve mörgum gerði gott, bæði hér í sýslu og ut- an hennar. Hinn var Guðfinnur Bjfírnsson frá Ytra-Felli, mesti heiðurs- og sæmdar- drengur, að minni reynslu. Þá eru eftir átta af þessum tólf, sem eflaust hafa verið og urðu mætir menn, enda gat varla hjá því farið, að öðruvísi menn framleiddust undir verndarvæng Torfa Bjarnasonar og hans fyrirmyndarkonu, Guðlaugar Zakar- íasardóttur. Þeir voru lánsamir, sem nutu

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.