Freyr

Volume

Freyr - 01.03.1965, Page 11

Freyr - 01.03.1965, Page 11
FRE YR 67 og byggt af þeim og fleiru þau fjölbreyttu efnasambönd, sem síðar renna inn 1 tilveru dýranna og skapa þeim næringu. í búfénu er kopar nauðsynlegur við myndun blóðsins. Þessvegna er þörf á að kopar sé í fóðrinu. Nú þarf svo sem ekki að sverfa koparpeninga til þess að afla þessa, því að kopar er í ýmsum fosfatáburði, sem berst jarðveginum og á síðari árum er farið að blanda kopar í þær steinefnablönd- ur, rem ætlaðar eru spendýrum og fuglum. Hið sama er að segja um málminn kó- bolt, einnig hann er nauðsynlegur.en þó að- eins í örsmáum mæli. Þessi málmur er byggingarefni þess vitamíns, sem heitir B12. Bakteríur í meltingarfærum búfjár — að minnsta kosti jórturdýra — framleiða þetta vitamín svo að jafnan er nægilegt magn þess, en þá þarf auðvitað að vera nokkurt magn þessa málms í því fóðri, sem bakteríurnar nærast af í meltingarfærun- um. Vegna þessa fyrirbæris er eðliiegt að kóbolt sé í steinefnablöndum, þá geta bakteríurnar unnið sitt hlutverk og ástæðu- laust er að gefa t. d. nautpeningi vitamín- ið, það kostar jafnan mikinn pening, en kóbolt í steinefnablöndunni smámuni. Koparskortur veldur blóðleysi og þrótt- leysi fkepnanna. Skortur á kóbolti truflar eðlilegan vöxt, að minnsta kosti hjá naut- peningi. Á vissum landssvæðum varð vart kóboltsskorts á styrjaldarárunum síðustu. Þá stöðvaðist innflutningur á olíukökum í vissum löndum og afleiðingin varð um- fangsmikil vanþrif í ungviði og vaxtartrufl- anir. Þetta var sannað að stafaði af því, að ekki kom það lítilræði af kóbolti, sem vant var að fylgja olíukökum, líklega komið í þær úr vélum, sem kökurnar voru fram- leiddar í, ef til vill að nokkru úr jarðar- gróðri, sem verið hafði í hráefni olíukak- anna á fjarlægum slóðum. Mangan og zink Það er þekkt við ræktun hafra, að þar sem jarðvegur er basiskur og auðugur af kalki, er nauðsynlegt að bera á mang- an-súlfat. Mangan er nauðsynlegt handa öllu búfé, en aðeins í litlum mæli, aðeins sem snefilefni, en alifuglar þurfa þó að fá það í stærra mæli en t. d. spendýr, að því er virðist. Manganskortur hjá fuglum er ekki sjaldgæfur og sé hann verulegur veld- ur hann kvilla, sem nefndur er „p e r o s i s“ og lýsir sér á þann hátt, að beinmyndun truflast og liðir verða óeðlilegir. Mangan er einnig nauðsynlegt handa svínum. Ýms- ir hafa viljað álykta, að þar sem sérstak- lega þurfi að sjá svínum og alifuglum fyrir mangansamböndum þá hljóti of lítið að vera af þeim í korntegundum en meira í öðru fóðri, en svín og fuglar eru, sem kunn- ugt er, í stærra mæli fóðraðir á korni en aðrar búfjártegundir. Þetta má vel vera, en er ekki sannað. Zínk er nauðsynlegt sneíileim. pað þarf að vera í steinefnablöndum að minnsta kosti handa svínum og hænsnum, þ.e.a.s. í þeim steinefnablöndum, sem bætt er í fóðurblöndur, því að þannig er tryggt að allir fuglar fái sinn hlut þeirra efna án þess að sumir séu yfirfóðraðir með þessu eða öðrum snefilefnum, eins og hætta er á ef steinefnablöndur eru gefnar sér í trog eða annað ílát. Húðkvillar í grísum stafa einatt af zínkskorti. Hæfilegt eða hættulegt Það er nú svo með blessuð sneíilefnin, að viss minnsti skammtur þeirra er nauð- synlegur eða Zí/snauðsynlegur, en þegar notað er of mikið magn geta eiturverkanir komið til greina, stundum alvarlegar eit- urverkanir, og er þá ekki alltaf langt bil milli nauðsynlegs skammts og ofnotkunar. Þessvegna er ákaflega viðsjált að almenn- ingur eigi þess kost að kaupa snefilefni og nota þau í óvissu eða af óforsjálni. Sem dæmi um varfærnisástæðu má nefna magníum. Raunar er magníum ekki í venjulegum skilningi talið til snefilefn- anna, en þó er það efni, sem þarf að vera í fóðrinu, og þar er það líka því nær ævin- lega. Vissir kvillar í meltingarfærum, naut- pening' að minnsta kosti, geta þó gefið til- efni til magníumskorts í líkamanum og í öðru lagi hefur það sýnt sig, að mikið magn af kalíum getur haft óheillaáhrif við upp- töku magníums í blóð skepna, svo af því stafa krampar og snögg dauðsföll. Er tal-

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.