Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.1968, Blaðsíða 41

Freyr - 01.06.1968, Blaðsíða 41
FRAMLEIÐSLA MJÓLKURSAMLAGANNA ÁRIN 1966 OG 1967 M i s m u n u r Árið 1966 Árið 1967 Magn. % Innvegin mjólk kg. 101.478.451 101.698.061 219.610 0,2 Seld nýmjólk ltr. 42.674.076 44.471.788 1.797.712 4,2 Seldur rjómi ltr. 1.101.678 1.151.367 49.689 4,5 Framl. skyr kg. 1.725.655 1.636.176 — 89.479 — 5,2 — smjör kg. 1.223.192 1.410.149 186.957 15,3 — ostur 45% kg. 1.592.479 840.613 — 458.215 — 28,8 — ostur 30% kg. 293.651 — nýmjöl kg. 1.086.102 685.702 — 400.400 — 36,9 — undanrennumjöl kg. 145.235 632.610 487.375 335,6 — mysuostur kg. 44.068 55.533 11.465 26,0 — ostaefni kg. 243.520 297.920 54.400 22,3 Mjólk í niðursuðu 25.808 84.960 49.152 137,2 SLÁTRUN OG KJÖTFRAMLEIÐSLA 1966 OG 1967 1967 1966 Mismunur stk. kg. | stk. kg. | stk. kg. Dilkar 783.567 — 11.072.945 | 768.230 — 10.439.025 | 15.337 — 633.920 Geldfé 11.981 — 297.000 | 10.895 — 272.373 | 1.086 — 24.627 Ær & hrútar 64.243 — 1.266.110 | 60.593 — 1.162.350 | 3.650 — 103.760 Samtals: 859.791 — 12.636.055 | 839.718 — 11.873.748 | 20.073 — 762.307 Meðalþungi dilkaskrokka 1967 — 14.13 kg. _ _ 1966 — 13.59 — (Frá Framleiðsluráði landbúnaðarins) HLÍN - EfftiPhreytup Búnaðarfélog Islands hefur kjörið aðeins eina konu sem heiðursfélaga sinn. Hún heitir Halldóra Bjarna- dóttir. Þegar þetta nafn er nefnt vita allir hver konan er þótt efalaust séu fleiri með því nafni í landinu. En hvaða Halldóra og hvaða önnur kona fer í sporin hennar Halldóru, sem nú er komin yfir ní- rætt og sendir frá sér hverja bókina eftir aðra, sú síðasta er nýkomin út, en þetta rit er 232 síður innan kápu. Hún Halldóra heldur sig við efnið. Árið 1917 kom fyrsti árgangur Hlínar á prent, en Halldóra var ritstjóri og útgefandi þá eins og nú. Mun nokkur nokkru sinni fara í hennar spor? Efni Eftirhreytna skal ekki rakið hér, til þess þyrfti langt mál, það er í sama dúr og Hlín hefur alla tíð túlkað, en helztu einkunnarorð um efnið eru fyrst og fremst heimilið og húsmóðirin, að ógleymdu öllu er varðar handiðnir, en á því sviði var Halldóra forgöngukona um langt æviskeið, og sýnir því efni lifandi áhuga þann dag í dag. Og svo er það trúin á tilveruna, trúin á allt það sem gott er og af guðlegum mætti stýrt, í orði og athöfn, sem hún Halldóra okkar hefur túlkað og áminnt um að viðhafa í öllu dagfari. Hún hefur sáð fræjum til eflingar menningu og manngildi á langri ævileið og gerir það enn í dag. Heiður og þökk sé henni sýnd fyrir mikil og vegleg ævistörf. Hún er einn mesti heiðursfélagi þjóðarinnar. G. F R E Y R 265

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.