Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.1968, Blaðsíða 21

Freyr - 01.06.1968, Blaðsíða 21
Magníumskortur og hörgulkvillar Það hefur borið við hér og þar, að kýr hafa fengið krampa á vissum bæjum, einkum um það leyti sem þær hafa verið á beit í fullum gróanda. í ýmsum tilvikum hefur þar verið um að ræða kvilla, sem á rót að rekja til skorts á steinefninu m a g n í - u m , en það er léttmálmur, sem þarf að vera í örlitlum mæli í fóðri búfjárins og sérstaklega í nokkru mæli þegar skepn- umar gefa miklar afurðir eins og kýr í hárri nyt. Um þennan kvilla hefur verið bæði ritað og rætt hér á landi, en almenn- ingi mun þó vera óljóst hvað gera ber til þess að hindra magníumskort og þar með heimsókn kvillans, sem oft hefur valdið dauðsföllum hér eins og annarsstaðar. Við skulum hér láta útlenda fræðimenn hafa orðið, vera má að þeim sé veitt meiri eftirtekt og á þá hlustað betur en okkar eigin leiðbeinendur. Þeir heita Bo Pers- son, dýralæknir og Sven Sanne sérfræð- ingur, báðir sænskir. í sambandi við ýmsa sjúkdóma í búfé koma einatt fyrir krampadrættir í vöðv- um, einkum í útlimum og á hálsi. Slík fyrirbæri er alls ekki víst að séu af völd- um magníumskorts, en hitt er staðreynd, að magníumskortur er algeng orsök krampa, bæði hjá mjólkandi kúm og hjá ungviði. Það er magníumskortur í blóð- inu, sem kemur af stað krampadráttum. Svipuð einkenni koma stundum fyrir og eru arfbundin, vissar eiturverkanir geta F lí-E Y R haft hliðstæð áhrif án þess að slíkt hafi nokkur tengzl við magníumskort. Krampar, sem stafa af magníumskorti, eru stundum kallaðir „fjóskrampar“. Þegar kýrnar eru í hárri nyt og hafa verið það nokkurn tíma eftir burð — stundum 2—3 mánuði — daprast þær og missa oft lyst unz krampadrættir koma í Ijós. Stund- um kemur fyrirbærið tiltölulega snöggt. Bezta vörnin gegn kvillanum er gott og alhliða fóður og hættan virðist algeng- ust þegar kýrnar fá einhliða grasfóður. Mikil alvara er orðin á ferðum þegar kramparnir gera skepnunni ókleift að standa, hún sparkar með stífum limum og froðufellir stundum og krampadrættir auk- ast við snertingu og stundum aðeins við óvænt hljóð, t. d. getur skrölt í mjaltabún- aði haft þau áhrif á viðkvæma gripi, að samdráttur verði í vöðvum ósjálfrátt — en það eru krampar. Verði vart slíkra fyrirbæra þá er alvara á ferðum og að- gerða þörf. Sé um að ræða magníumskort er nauðsynlegt að fá dýralækni til að dæla inn magníumupplausn og þar á eftir bæta svo sem 50 g af magníumsýringi í kraftfóðrið daglega um tíma. En bezt af öllu er náttúrlega að leitast við að fyrirbyggja svo að ekki þurfi að koma til sérstakra læknisráða. Auðvitað er aldrei með öllu hægt að fyrirbyggja sjúkdóma, en öll viðleitni til þess er þó eðlileg. Rétt fóðrun fyrirbyggir krampa. Vaxandi dýr, og umfram allt mjólkandi kýr, sem skila daglega og um langan tíma miklum afurðum, þurfa sérstaka og ná- kvæma aðgæzlu þegar þeim er skammtað daglegt fóður. Þess ber að minnast, að 99% af kalk- magni líkamans er í beinum og um það bil 70% af magníum er þar einnig geymt. Normalt er talið, að í ösku beinanna sé 36% kalsíum, 17% fosfór en aðeins 0,8% magn- íum. í hverjum lítra mjólkur eru 1,2 g Ca, en aðeins 0,1 mg Mg. Magníumskammt- 247

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.