Freyr - 01.06.1968, Blaðsíða 7
Binsvegar er í athugun hvort unnt sé að
auka rekstarrlán til bænda til að auðvelda
þeim kaup á aburði á næsta vori.
Ingólfur Jónsson.
Torfi Þórðarson.
Eins og sjá má af bréfinu, er synjað
þýðingarmestu atriðunum s. s. um verð-
tryggingu framleiðslunnar og niður-
greiðslu á þeirri hækkun, sem verður á
áburði í vor.
Stjórn Stéttarsambands bænda hefur, á
fundi 25. þ. m., rætt um þá niðurstöðu af
viðræðunum við ráðherrana, sem kemur
fram í bréfi landbúnaðarráðherra og þykir
henni sýnt, að framundan eru vaxandi fjár-
hagserfiðleikar, fyrir bændur einkum í
sambandi við óhagstætt verð á útflutnings-
vörum, sem getur leitt til beinnar verð-
skerðingar á uppgjöri afurðanna á þessu
ári og svo í öðru lagi þær miklu hækkanir
á rekstrarvörum landbúnaðarins s. s. til-
búnum áburði o. fl.
Stjórn Stéttarsamband bænda.
Miðvikudaginn 10. apríl ’68 var stjórnarfundur í
Stéttarsambandi bænda. Samþykkt var að senda
blöðum off útvarpi svohljóðandi tilkynningu.
F r éttatilkynning
Þriðjudaginn 9. þ. m. var haldinn fundur
í Framleiðs'luráði landbúnaðarins. Verk-
efni fundarins var að ákveða verðjöfnun á
landbúnaðarvörum, en því máli hafði verið
frestað á Framleiðsluráðsfundi, sem hald-
inn var í síðustu viku marz. Frestunin hafði
verið gerð í því augnamiði að reynt yrði
til þrautar að finna úrræði, sem að gagni
mættu koma til lausnar þeim vanda, sem
við blasir vegna verðfalls landbúnaðarvara
(uilar og gæra), á erlendum mörkuðum og
lokunar saltkjötsmarkaðar í Noregi, sam-
hliða hækkuðum framleiðslukostnaði
innanlands, sem verður til þess, að útflutn-
ingsuppbætur reynast of litlar í ár og sjá-
anlegt er, að enn meira vantar á þær á
næsta ári með sömu þróun í þessum málum.
í fréttatilkynningu fyrir háifum mánuði
var birt afrit af bréfi frá landbúnaðarráð-
herra til formanns Stéttarsambands bænda.
Bréfið var svar við tillögum og óskum
aukafundar Stéttarsambandsins, sem hald-
inn var 7. og 8. febrúar s. 1. um aðstoð og
fyrirgreiðslu við landbúnaðinn svo komist
yrði hjá að taka verðjöfnunargjöld, sem
að öllu óbreyttu þýddi lækkun á verði
afurðanna frá því sem verðlagsgrundvöll-
ur landbúnaðarafurða gerir ráð fyrir að
bændur fái. í bréfi ráðherrans var tekið
fram, að ríkisstjórnin gæti ekki komið á
móts við bændur í neinu atriði, nema að
hún hefði til athugunar hvort hægt væri
að hækka rekstrarlán til landbúnaðarins
svo bændur ættu hægara um kaup tilbú-
ins áburðar í vor.
Þegar þetta neikvæða svar ríkisstjórn-
arinnar lá fyrir, ákvað stjóm Stéttarsam-
bands bænda að leita til allra þingflokk-
anna og skrifaði þeim svohljóðandi bréf:
Stjórn Stéttarsambands bænda hefur
ákveðið að snúa sér til allra þingflokka á
Alþingi með ósk um aðstoð þeirra til úr-
lausnar á fjárhagserfiðleikum bændastétt-
arinnar.
Á aukafundi Stéttarsambands bænda,
sem haldinn var í Bændahöllinni dagana
7. og 8. febr. 1968, var rætt um þessa erfið-
leika, sem eru til komnir af eftirfarandi
ástœðum:
1. Vegna óhagstæðs úrskurðar um
verðlag á s. I. hausti miðað við fram-
leiðslukostnað.
2. Vegna stóraukins tilkostnaðar við
búrekstur i vetur, sökum harðinda og
heyskorts víða um land.
3. Vegna óhagstœðrar markaðsþróunar
erlendis að undanförnu, lækkaðs
verðs og sölutregðu á ull og gærum,
lokunar á saltkjötsmarkaði í Noregi
o. fl
4. Vegna stórhœkkaðs framleiðslukostn-
233
F R E Y R