Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.1968, Blaðsíða 32

Freyr - 01.06.1968, Blaðsíða 32
Fulltrúar og aðrir gestir skoSa eldiskerin. um magn eftirtekju með sívaxandi áburðarnotkun. 5. Fiskeldi kom af stað fjörugum umræð- um, enda er mjög vaxandi áhugi fyrir þeirrí búgrein um allt land, þar sem að því verði stuðlað, að sem flest bænda- býli eigi aðild að fiskrækt í ám og vötn- um. Grundvallarskilyrði til þess að svo megi verða eru að sjálfsögðu fólgin í því m. a., að ungviði verði sleppt í vötn- in en eldisstöðvar eru nú að rísa í þeim tilgangi að koma máli þessu og verk- efni á góðan rekspöl. Fiskeldisstöðin í Kollafirði, sem ríkið á og rekur, var heimsótt og þar sáu fulltrúar, þingsins hvernig að verkefn- um er unnið við fullkomnasta um- búnað, sem nú er til hér á landi. Tjáði veiðimálastjóri þar, að ör þróun væri í aðbúnaðinum og starfsháttum á þessum sviðum, og reynslu annarra og eigin árangur bæri að nota til hins ítrasta, verkeíninu til framdráttar. 6. Þá voru efnahagsmálin til rækilegrar athugunar. Komu fram í umræðunum margþættar staðreyndir um hnignandi kjör bænda, bæði vegna harðnandi ár- ferðis með minnkandi eftirtekju, og í öðru lagi vegna frávika frá þeim fyr- irmælum, að verðlagsgrundvöllur bú- vöru skuli skapa bændum tekjur, svo sem lög mæla fyrir. Hafa fulltrúar bænda komið með óyggjandi sannanir fyrir, að ýmsir póstar á rekstrarreikn- ingi eru í verðlagsgrundvöllinn skráðir með allt öðrum stærðum, en þær hafa 256 F R E Y R

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.