Freyr - 01.06.1968, Blaðsíða 36
þeim mæli, að þurrefnið sé 1,5 kg á 100 kg
líkamsþunga.
Fóðurgæðin hafa mikil áhrif á lyst skepn-
anna. Við einhliða gróffóðurnotkun hefur
það komið í ljós, að kýr éta meira magn
þurrefnis, ef þær fá það í bæði þurru og
votu heyi, og að þær éta meira þurrefni
í einhliða þurrheyi en einhliða votheyi.
Lyst þeirra á votheyi hefur verið hægt að
auka með því að afsýra súrt vothey með
lútkenndum efnum um gjafatímann.
Það hefur verð nokkur vandi á höndum
með að prófa hraðþurrkað gras af því að
það hefur naumast verið til nema sem
mjöl, eða vögglar, gerðir úr möluðu grasi.
Englendingar hafa komizt að raun um, að
skepnur éta svipað magn þurrefnis í grófu
eða kubbuðu heyi og í heymjöli eða vöggl-
uðu mjöli, en mjöl og vögglar meltast lak-
ar en heyið.
Fylling fóðursins
Jórturdýr — og þá ekki sízt mjólkandi
kýr — þurfa að fá fóður, sem fyllir vömb-
ina hæfilega. Gerjun í vömbinni er háð
fyllingu fóðursins. Sýrur þær, sem mynda
mjólkurfituna, eru mjög háðar gerjun í
vömbinni. Hraðþurrkað og malað gras
hefur tilhneigingu til að lækka magn fitu
í mjólkinni og veldur einnig veilum í melt-
ingarfærum. Til þess að takmarka hættu,
sem hér um ræðir, hefur verið lagt til að
grasmjöl sé vögglað. Þetta stoðar ekki
mikið nema gengið sé svo langt, að kögglar
séu gerðir úr grasi, sem ekki hefur verið
malað heldur aðeins kubbað. (Sláttutæt-
arasláttur).
Reynd hefur verið fóðrun með litlu magni
votheys og miklu kraftfóðri, er sýndi lækk-
andi áhrif á fitumagn mjólkur svipað og
við grasmjölsnotkun. Þetta sannar, að kýr
þurfa að fá talsvert fyllifóður. Við endur-
teknar norskar tilraunir hefur votheysfóð-
ur gefið meiri afurðir en hliðstætt magn
þurrefnis, gefið í þurrheyi. Að svipuðum
niðurstöðum hafa menn komizt utan Norð-
urlanda, þó með breytilegum árangri, sem
efalaust stafar að misgóðu fóðri.
Tap við hirðingu
Það er alls staðar þekkt og vitað, að veru-
legur eða mikill munur er á magni þeirra
næringarefna, sem standa úti á túni í hverri
þyngdareiningu þurrefnis og svo þess, sem
skepnan fær við jötu. Mikið magn fer til
spillis við hirðingu og við geymslu. Við
hirðinguna fer minnst til spillis við hrað-
þurrkun og þar næst við votheysgerð. Við
þurrheysverkun er hirðingatapið meira háð
veðrum og vindum en við aðrar verkunar-
aðferðir. Eftirfarandi tafla sýnir þær niður-
stöður, sem norskar tilraunir og rannsókn-
ir hafa sýnt við störf með þessi efni um
áratugi:
Tap við mismunandi verkunaraðferðir:
Þurrefni Nettóorka Meltanl. Karótín
prótein
% % % %
Hey, hesjuþurrkað (gott 10—12 18—22 20—25 70—80
vallþurrkað, gott 15—20 27—36 30—35 80—90
— — mislukkað .... 25—30 45—54 50—55 90—100
— súgþurrkað 10—12 18—22 20—25 60—80
hraðþurrkað 5—8 5— 8 6—10 20—60
Vothey, vel verkað 7—10 10—14 12—15 20—30
— meðalgott 12—15 17—20 20—25 40—50
— illa verkað 15—20 20—30 30—40 50—80
Tölurnar í töflunni segja sitt um það
magn, sem fer til spillis við verkun fóðurs-
ins og af þeim má sjá, að það hefur mikla
þýðingu að lögð sé stund á að verka fóðr-
260
F R E Y R