Freyr - 01.09.1969, Qupperneq 9
ÁSGEIR L. JÓNSSON:
Nýraektin
Inngangur.
Að vonum er mikið rætt og ritað um jarð-
ræktina, það er að segja nýrækt til gras-
framleiðslu. Eðlilega eru mistökin þar efst
á blaði. Kemur þá tvennt til:
1. „Taðan“ er sums staðar ekki taða, er
ekki kúgæf.
2. Kalið.
Að mínu áliti er fyrra atriðið í flestum
tilfellum sjálfskaparvíti, sem þarf yfirleitt
ekki að koma fyrir, ef nútímaþekking er
fullnýtt. Síðara atvikið mun í sumum til-
fellum óviðráðanlegt að nokkru eða öllu
leyti.
Skal nú vikið nokkrum orðum að þessum
atriðum. Stiklað verður á stóru og einkum
stuðzt við eigin reynslu og athuganir í þau
46 ár, er ég hefi starfað fyrir íslenzkan land-
búnað.
Ræktunarlandið.
Hvernig tekst til með ræktunina veltur að-
allega á jarðvegstegund, jarðraka, jarð-
vinnslu, fræi og áburði. Ef rita ætti ræki-
lega um alla þessa liði, yrði það allstórt rit,
hér verður því aðeins drepið á sumt hið
helzta í sambandi við þessi höfuðatriði.
Um túnrækt á sandi skal fátt eitt sagt.
Sé sandurinn hæfilega rakur, er hann að
jafnaði öruggastur með góða, kúgæfa upp-
skeru þegar á fyrsta ári. Kalhætta er minni
en á flestri annari jörð, miklir þurrkar geta
dregið mjög úr sprettunni, jafnvel orsakað
bruna, áburðarþörfin er yfirleitt mikil og
alger á sjávarsandi, sem ekkert leggur á
borð með sér.
Algróið valllendi er annað auðveldasta
landið til skjótrar og góðrar ræktunar. Á
að vinnast grunnt. Tilfærslur séu ekki meiri
en nauðsyn ber til, svo að vatn standi ekki
uppi. Kalhætta að jafnaði lítil.
Lyng- og flagmóar eru af ýmsu tagi. Þeir
eru ófrjóir og því áburðarfrekir. Kalhættan
að jafnaði mikil, en minnkar við langvinna
ræktun. Uppskeran, einkum fyrstu árin,
getur verið mjög breytileg að vöxtum. Oft-
ar mun hyggilegt að vinna landið frekar
grunnt, annars fer það eftir jarðveginum
(þ. e. blöndun hans og lagskiptingu), og
verður um það að fara eftir mati kunnáttu-
manna.
Melar eru breytilegir — tíðast mjög á-
burðarfrekir, venjulega leirbornir og þar
með kalsæknir. Vinnsludýpt eftir atvikum,
líkt og á lyng- og flagmóum. Sé mölin smá-
gerð, er skyndiræktun auðveld, svipuð og á
sandi. Taða af melum, lyng- og flagmóum
er gott fóður, ef jarðrakinn er hæfilegur. En
hér gildir það sama og um sandinn, að huga
verður vel að áburðarþörfinni, að snefilefn-
um ógleymdum. Mýrar og flóar hafa mjög
fjölbreytta byggingu og um leið margþætta
eiginleika með tilliti til ræktunar. Svarðar-
eða mómýrar eru venjulega beztar. Þær
taka yfirleitt vel þurrkun og búa yfir meira
frjómagni en nokkur annar jarðvegur á ís-
landi. Frjóastar eru þær mýrar, sem jafn-
framt hafa notið aðfoks frá uppblásturs-
svæðum, s. s. mýrarnar frá Þjórsá og austur
fyrir Markarfljót og svo langt til hálendis
sem byggð ræður. Ef þessar mýrar fá næga
þurrkun, gefa þær víða óvenju mikla upp-
skeru með tiltölulega lítilli áburðarnotkun.
— Slíkt hið sama getur gerzt hér og þar um
landið, þó í mjög mismunandi mæli.
F R E Y R
323