Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1969, Síða 10

Freyr - 01.09.1969, Síða 10
Hér á landi hefi ég aldrei kynnzt ofþurrk- un á mýrlendi, en oft vanþurrkun, og þess vegna hefur orðstír nýræktar á mýrlendi oltið á ýmsu, allt frá hámarkssprettu og nið- ur í lágmark. Flóar eru einnig af ýmsum gerðum, og örðugri til ræktunar en annað land. Þeir verða ekki hraðræktaðir. í raun og veru er lítill sem engin þekking eða „reynsla“ til um meðferð þeirra. Er orsökin sú, að til þeirra er ekki gripið fyrr en annað land er þrotið. Ræktun þeirra tekur mun lengri tíma en nokkurs annars lands. Eg hygg, að þá verði að þurrka í áföngum þannig að grafa fyrst t. d. annan eða jafnvel aðeins fjórða hvern skurð, en bæta síðan hinum skurðunum inn á milli eftir svo og svo mörg ár, eftir því, hvernig eðlisástand jarðvegs- ins breytist. Með snöggri fullþurrkun má búast við ofþurrkun, sem breytir jarðveg- inum annað hvort í skorpukennt ástand eða þá svamp eða svampkennda mylsnu, eftir því af hvaða tegund flóinn er. Þegar þannig er komið, mun erfitt um að bæta, svo úr verði ræktunarhæft land, einkum í síðari tilfellunum. Framræslan. Allt frá því að vélgröftur hófst á þurrk- skurðum og þar til lokræsaplógarnir komu, hefur öll landþurrkun gerzt með opnum skurðum, nema hvað kílræsi voru notuð til áherzlu, þar sem skurðirnir fullnægðu ekki. íslendingar eiga vafalaust stórt met í land- þurrkun með opnum skurðum, sem hafa sína miklu ókosti, en önnur úrræði hafa ekki verið til, þar eð pípuræsi hafa verið of dýr fyrir íslenzkan landbúnað og verða það væntanlega fyrst um sinn. Plógræsin koma því í góðar þarfir, þar sem þeim verður við- komið, en of víða hafa þau verið misbrúk- uð, sett í land, sem ekki er nóg skurðað og hefur ekki nógu þéttan jarðveg. í hálflaus- um eða mjög leirbornum jarðvegi haldast kílræsi betur en plógræsi. í meira eða minna blautu landi síga kílræsi að vísu oft fljótt saman, en landið hefur þá þegar þornað og þétzt það mikið, að önnur umferð með kíl- plóg dugar betur en sú fyrri. Að minni hyggju ætti að nota kílræsi mun meira en gert er, ekki einungis til landþurrkunar heldur og til að lofta jarðveginn, og greiða þannig fyrir rotnun, en í hentugum jarðvegi hafa plógræsin yfirburði. Eins og þegar er getið, hefur þurrkun ræktunarlands oft náð of skammt, einkum fyrstu árin eftir að vélgröftur skurða hófst. Þekking á landþurrkun hérlendis var harla lítil, svo að læra varð af reynslunni, en það tók eðlilega langan tíma, þar eð íslenzkur jarðvegur hefur aðra og fjölbreyttari eigin- leika en gerist í þeim löndum þar sem við, er mælt höfum fyrir framræslunni, stund- uðum okkar nám. í þau 23 sumur, sem ég mældi fyrir vélgröfnum skurðum, lærði ég á hverju sumri eitthvað nýtt í framræslu. Fyrstu 4 árin lítið, þar til árangur fram- ræslunnar fór að sýna sig, en næstu 5 ár- in mest. Nú er fengin sú reynsla, að mistök eiga ekki að þurfa að verða mikil, jafnvel þótt lítið vanir menn mæli fyrir skurðum, ef þeir gefa sér tíma til að kynnast rækilega landþurrkun fyrri ára, því að nú er úr miklu að moða. Ekki hafa öll mistök framræslunnar ver- ið vankunnáttu eða reynsluleysi mælinga- mannanna að kenna. í fjölda tilfella hefur 324 F R E Y R

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.