Freyr

Årgang

Freyr - 01.09.1969, Side 13

Freyr - 01.09.1969, Side 13
„ .. aS skerpiplógurinn sé bezta tækið', sem enn hefur verið flutt til landsins, til vinnslu á mómýrajörð, enda sé hún vel þurr.“ að ekki höfðu verið gerðar jarðvinnslutil- raunir og ráðlagði til bráðabirgða að reynd- ir yrðu plógar, sem stilla mætti á 40—70 cm vinnsludýpt. Eg lagði áherzlu á, að plógur- inn snéri strengnum vel við þannig, að hið seiga yfirborð græfist undir, en svörðurinn (mórinn) kæmi upp á yfirborðið. Um þessar mundir, eða skömmu síðar, kom fyrsti skerpiplógurinn til landsins og síðan hver af öðrum, líklega til flestra rækt- unarsambanda landsins. Ég var og er þeirr- ar skoðunar, að þetta sé afbragðs verkfæri. En hver varð hin svo kallaða reynsla? Ég veit ekki hvort skerpiplógur er nú nokkurs staðar notaður nema í Þykkvabænum, en þar hefur hann þótt góður til að brjóta nýja kartöfluakra. Jarðvegurinn er þar lagskipt- ur sandi, leir og mold, sem blanda þarf saman. Þá er komið að spurningunni, hvers vegna hvarf skerpiplógurinn úr notkun? Það er gamla sagan, rauði þráðurinn, að svo að segja hvert einasta jarðvinnslutæki, sem flutt er til landsins, er misnotað að meira eða minna leyti. Segja má, að jarðvinnslu- aðferð Islendinga hafi fylgt reglum tízku- fyrirbæra. Þegar nýtt tæki kemur, er það tengt við dráttar- eða beltisvél, eitt eða fleiri sumur í röð, þar til nýtt tæki kemur á markaðinn. Því er beitt til einnar og sömu dýptar án tillits til jarðvegsins. Það er t. d. ekkert undrunarefni, þó ekki reyndist vel að beita skerpiplógnum til fullrar dýptar í lagskiptum mela-, leir, eða lyngmóajarð- vegi og velta með því dauðum og jafnvel eitruðum jarðvegi upp á yfirborðið. Eða beita skerpiplógnum á það blautt land, að grunnvatnið standi í plógförunum. Eða, þó á þurru landi sé, að loka flaginu fljótlega eftir fyrstu vinnslu. Síðan undrast menn, að landið skuli missíga og verða óslétt, og skella skuldinni á „andskotans skerpiplóg- inn“. Ég er óbreyttrar skoðunar um, að skerpiplógurinn sé bezta tækið, sem enn hefur verið flutt til landsins, til vinnslu á mómýrarjörð, enda sé hún vel þurr. Til að fullnýta þennan jarðvegsfjársjóð til veru- legs sparnaðar á köfnunarefnisáburði, er frumskilyrðið að koma sem mestri jarð- vegsrotnun af stað. Því meira loft, sem kemst að, því meiri og örari verður rotn- F R E Y R 327

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.