Freyr

Volume

Freyr - 01.09.1969, Page 16

Freyr - 01.09.1969, Page 16
ekki einungis sem vörn gegn kali heldur er það jafnframt skilyrði fyrir góðri uppskeru. Reynslan virðist benda til, að óhyggilegt sé að leggja túnin mjög snoðin undir vetur- inn. Á vorin skal varast að fara með þungar vélar um túnin, á meðan þau eru blaut, Fyrstu tvö ár nýræktar skal beita hana var- lega. Þeir, sem hafa búfjáráburð afgangs frá nýræktinni, ættu að nota hann til vand- legrar haustbreiðslu yfir þá hluta túnsins, sem hættast er við kali.* Reynslan hefur sýnt, að snarrótin stend- ur betur af sér kal en önnur grös. Þess vegna er sjálfsagt að leggja áherzlu á öflun snarrótarfræs til notkunar á raklendri ný- rækt. Enda þótt snarrót sé erlendis ekki talin til fóðurjurta, þá hefur hún reynzt gott fóður hérlendis, sé hún snemmslegin. Hún er mjög fljótvaxin, og trénar því fyrr en önnur fóðurgrös, á sem sé ekki samleið með öðrum grösum. Skal því sá henni einni sér. Þá myndar hún samfelldan gróður án hnúska. Ekki þykir leika vafi á, að röng áburðar- notkun rýri viðnámsþrótt grasa gegn kali. Til eru menn, sem í þessu tilfelli skella allri skuldinni á Kjarnann. Ég hefi frá upphafi verið andvígur þessum áburði, eins og hann er úr garði gerður, en ekki get ég hlustað á þá fjarstæðu, að „ábyrgðinni“ sé sérstak- lega varpað á hann í sambandi við kalið. Hins vegar mun ofnotkun köfnunarefnis (í hvaða efnasambandi sem er) í hlutfalli við steinefni, ekki einungis veikla grösin gagn- vart kali heldur og skerða hollustu fóðurs- ins. Þetta þurfa hændur vel að muna. Að lokun skal endurtekið, að hér hefur aðeins verið drepið á allra helztu atriðin bændum til minnis. * Eftir að þetta er ritað hafa mér borizt þær ein- stæðu fréttir frá nokkrum bændum á S'uðurlandi, að sl þrjú ár, og þó einkum á þessu ári, hafi borið hvað mest á kali þar sem búf j áráburður var haust- breiddur. Þar sem þessi fyrirbæri ganga algerlega gegn langri reynslu bænda um land allt — að því er ég bezt veit — verður að álíta, að hér komi eitt- hvað einstætt til ,er vísindamenn þurfa að rannsaka. KLEMENZ KR. KRISTJÁNSSON: Frá Kornvöllum Sumarið 1968 gerði ég tilraunir með mis- munandi skjólsáð á móajörð og sandjörð. Á móajörðinni á Kornvöllum voru reyndir bæði Niphafrar og Dönnesbygg. Fullt sáð- magn 200 kg útsæði á ha. Landið, sem not- að var fyrir tilraunirnar, var slétt tún, plægt á klaka síðast í apríl. Sáð var í til- raunir þessar 9. maí og herfað niður með diskaherfi það vel, að korn lá ekki ofan á. 10 dögum síðar eða 19. maí var sáð tveim grasblöndum. A-blöndu í a-lið, en í d-g liði % magni af A-blöndu og % magni af hvít- smára eða 15 kg á ha, en fræ alls á ha var 30 kg. Áburður á ha var 67 kg N = 200 kg kjarni, 90 kg P2Or, eða 200 kg þrífosfat og 120 kg K20 eða 200 kg 60% kalíáburður. Það má segja, að hér sé lítið köfnunarefni miðað við það, sem ráðlagt er í Handbók bænda, en í þessum tilraunum er verið að kanna, hvort hvítsmárinn geti orðið rót- fastur til frambúðar í túnrækt, en hann þol- ir ekki það N-magn, sem yfirleitt er ráðið til að nota til nýræktar og áframhaldandi túnræktar. Með nefndum tilraunum er einnig reynt að fá úr því skorið, hvað bygg eða hafrar koma með mikið fóður af ha, þegar slegið er nýskriðið eða uppskorið sem þroskað korn, ef þessum tegundum er sáð jafnhliða því og sáð e rtil túnræktar. Á síð- ustu 2 liði tilraunanna, f og g er úðað Molybden 1,2 kg duft á ha, væntanlega til styrktar hvítsmáranum. Eftirfarandi yfir- lit sýnir árangurinn: F-E Bygg af hektara Hafrar B og h a Án skjólsáðs 404 701 553 b Bygg án smára 1640 2149 1895 c Bygg þroskað án smára 1741 2820 2281 d Bygg gras með smára 2008 2232 2120 e Bygg þroskað með smára 1942 2841 2392 f Bygg gras með smára 1684 1944 1814 g Bygg þroskað með smára 2126 2896 F 2511 R E Y R 330

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.