Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1969, Blaðsíða 17

Freyr - 01.09.1969, Blaðsíða 17
Bygg- og hafragrasið var slegið vel skrið- ið 29. júlí (eftir 80 daga). Mun betra var að þurrka byggið en hafrana, en þó tókst þurrkun hvort tveggja vel. Virtist hey af báðum tegundum gott. í fóðureiningu af bygg- og hafraheyi eru lögð 2 kg, en þar sem byggið og hafrarnir var látið þroskast, var reiknað í FE 1 kg bygg og hafrar 1,2 kg, en hálmurinn fyrir bygg og hafra 4 kg í FE. Þessar tilraunir virðast sanna það, að rétti- lega ræktað skjólsáð af báðum þessum teg- undum korns auki mikið það fóður, sem fæst af ha sáðár túnsins. Allir liðir fengu sama áburð, eins og að framan er sagt, en sáðlandið næstum 4-falt fóðurmagn af ha. Meðaltal í FE, þar sem bygg og hafrar er slegið grænt, eftir 80 daga frá sáningu, fást 1943 FE en við þroskun sömu tegunda fást 2395 FE eða 2169 FE fyrir grænt + þrosk- að af ha eða 1616 FE meira af ha en þar sem ekkert skjólsáð er notað. Ef hver FE er metin á kr. 6,00 verða það kr. 9.696,—. Um- framkostnaður við ræktunina er bygg- og hafraútsæðið, en það kostaði 1.900,— kr. á ha. Verða þá í hreinan vinning, fyrsta ræktunarárið, kr. 7.796 á ha. * * * Ég hefi haldið því fram, og það ekki út í bláinn, að skynsamlega notað skjólsáð gefi mikinn hagfræðilegan ávinning. þeg- ar landi er breytt í tún. M. a. 30 ára reynsla mín á Sámsstöðum og einnig til- raunir þar, sönnuðu, að skjólsáð með byggi og höfrum, slegið grænt eða til þroskun- ar, gaf 60—70% meira fóðurmagn af ha en þar sem eingöngu var sáð grasfræi. En á þessi túnræktaraðferð alls staðar við? Því svarar að nokkru önnur tilraun, sem ég gerði út á Geitasandi s. 1. vor. Einn- ig þær tilraunir eru með bygg með grasfræi til skjólsáðs og Niphafra til skjóls með gras- fræi. í báðum þessum tilraunum er kornið látið þroskast. Sáð var 30. apríl öllu korni en grasfræi 19. maí. Áburður 100 kg N, 80 kg, P203 og 95 kg K20. Grasfræið var blanda af 3 tegundum: Vallarfoxgras 6 kg, vallar- sveifgras 4 kg og 20 kg túnvingull, samtals 30 kg á ha. í tveim liðum tilraunanna var notaður hvítsmári (morsö) 15 kg og þá jafn mikið af ofannefndri blöndu grastegunda og úðað með molybden á annar hvorn reit, sem hvítsmára var sáð í. Einnig var sáð í jafnmarga reiti grasfræi án skjólsáðs og notuð fræblanda sú, sem hér hefir að ofan verið nefnd. Byggið varð fullþroskað um 11. sept, en Niphafrarnir um 20. sept. og uppskorið á þeim degi, sem báðar tegundir náðu full- þroskun. Árangur skjólsáðstilraunanna á Geitasandi fer hér á eftir: kg af ha kg af ha Bygg Hálm FE Niph. Hálm. FE a Grasfræ án smára 984 2350 1572 1667 4083 2411 b Grasfræ með smára 900 2184 1446 2000 3500 2542 c Grasfræ með smára og úðað með molybden 25/6. 1184 2400 1784 1833 3665 2444 Grómagn byggsins reyndist 99% og kornþyngd 37 g Grómagn hafranna reyndist 95% og kornþyngd 40 g Sýnir þetta góðan þroska í tæplega meðal- sumri. Byggið gefur talsvert minna fóðurmagn en hafrarnir, en hafrarnir eiga sérstaklega vel við sandjörðina, er það bæði mín reynsla og eins í þeim tilraunum, sem At- vinnudeild Háskólans lét gera í nokkur ár, meðan þessi stofnun var með dreifðar til- raunir í kornrækt. í haust voru allir reitir athugaðir eftir uppskeru á korninu og voru þeir allir prýðisvel grónir. Eftir er að vita, hvort skjólsáðsreitirnir gefa minna hey árið 1969 en þeir, sem eingöngu voru ísáðir með grasfræi án skjólsáðs. Eftir fyrri reynslu held ég, að það muni aldrei miklu. Ávinningurinn felst fyrst og fremst í því, að þar sem kornið var með grasfræinu, varð fóðurfengur af ha það mikill, að allur rækt- unarkostnaður túnsins fæst á fyrsta hausti eftir sáningu, og fer þetta þó eftir því, hvort byggið og hafrarnir eru seldir til útsæðis F R E Y R 331
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.