Freyr

Årgang

Freyr - 01.09.1969, Side 18

Freyr - 01.09.1969, Side 18
eða notaðir til fóðurs. Útsæðissala kornsins gefur alltaf % meira en sala til fóðurs. í þessum tilraunum hafa Niphafrar til þroskunar sem skjólsáð, með grasfræsán- ingu á sandjörð, gefið að meðaltali 2466 FE af ha. í tilraunum, sem gerðar eru með á- burð á túni í sams konar jarðvegi, hefir heyfengur af ha s. 1. sumar orðið 1902 FE, fyrir sams konar magn áburðar og notaður var í skjólsáðstilraunirnar með Niphafra. Sýnir þetta ljóslega hvað þessi hafrategund á vel við þau skilyrði, sem eru á Rangár- vallasöndunum. Þessar tilraunir, bæði á móa- og sandjarðvegi, benda eindregið til þess, að það sé ávinningur af því að nota annað hvort bygg eða hafra, sem skjólsáð með grasfræsáningu og þörf sé á, að sam- tök bænda og hver í sínu lagi hagi gróður- framleiðslunni þannig, að hún gefi sem mestan arð á fyrsta ári ræktunarinnar. * * * Haustplæging þess lands, sem rækta á, á komandi vori, er skilyrði þess, að hægt verði að sá snemma. Haustplæginguna má telja sem sumarauka fyrir vorsáðræktina vegna þess, að fyrr er hægt að sá í haust- plægt land en að öllu leyti vorunnið. Haust- plægingin gefur einnig skilyrði fyrir korn- yrkju. Á undanförnum 46 árum hefur korn þroskast illa 10 ár hér á Suðurlandi. Góð mjölsöfnun í 37 ár. Er það hagfellt fyrir bóndann að þurfa að öllu leyti að byggja fóðrun búpenings á aðkeyptu kraftfóðri? Eða er það betra að fá mjöl af eigin akri 4 ár af hverjum 5 árum, en fimmta árið hey, þegar svo kalt er, að kornið skríður ekki fyrr en í júlílok og því þá óvisst með mjöl- söfnun? Kornyrkja nær aldrei útbreiðslu hér á landi ef þeir, sem rækta jörðina, láta reynslu og þekkingu á þessu sviði afskipta- lausa. Þó að heldur sé kólnandi tíðarfar, að því er margir ætla, útilokar það ekki byggræktun mjög víða á landinu og á sönd- unum hér sunnan lands má fá þroskaða hafra oftar en bygg þroskast á mýra- og móajörð. Þetta sanna tilraunirnar á Geita- sandi í sumar sem leið, því að þar fengust hafrar það vel þroskaðir, að þeir voru held- ur þyngri en það erlenda útsæði, sem notað var í tilraunirnar. Árið 1967 var nýræktin yfir landið allt um 6000 ha. Vænta má, að ef ekkert skjólsáð hefir verið notað, hafi fóðurmagn ekki verið yfir 10 hestar af ha, eins og varð í tilraununum hjá mér, en með því að sá t. d. byggi ásamt grasfræi, gæfi þetta nýræktarland um 25—30 hestum meira fóðurmagn af ha eða 150—180 þúsund hesta af heyi meira en án skjólsáðs. Ég held, að það muni um minna. Ég hefi þá skoðun, að á sáðári nýræktar til varanlegs túns, sé mikill ávinningur af skjólsáðsrækt með grasfræinu, 150 kg bygg eða hafrar á ha ætti að geta gefið álíka mikið magn af fóðri eins og tún með sama áburðarmagni, en sú varð niðurstaða s. 1. sumar hjá mér. Óþarft finnst mér — ef notaður er eingöngu tilbúinn áburður — að nota meira áburðar- magn á móa- og mýrarjörð en hér var notað á Kornvöllum s. 1. sumar. Sami áburður gaf í túntilraunum 40 heyhesta af ha, en skjól- sáðið gaf s. 1. sumar 38—39 hesta þurrt hey af ha. Vafalaust má einnig nota einært rý- gresi með venjulegri fræblöndu, til þess að auka fóðurmagn nýræktarinnar sama árið og til hennar er sáð, en bygg og hafrar gefa að öllu meira fóður en rýgresið. Gæta ber þess, þar sem skjólsáð er haft með venju- legri grasfræblöndu, að slá það 61—75 daga frá sáningu. Ef slegið er fyrir miðjan ágúst fæst talsverður endurvöxtur fyrir komandi vetur. Kornvöllum 28/3. 1969, Klemenz Kr. Kristjánsson. 4 332 F R E Y R

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.