Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1969, Blaðsíða 19

Freyr - 01.09.1969, Blaðsíða 19
í erlendum búnaðarskólum eru gervikýr þær fyrstu, sem nem- endur eru Iátnir Jæra mjaltir við. Rétt handtök við undir- búning fyrir vélmjaltir og rétt- ar aðfarir þegar hreytt er, þarf að læra, slíkt er engum með- fætt. A myndinni má sjá stauta þá, sem festir eru með belti um mjaðmir pitanna. Það eru eig- inlega mjaltastólar, sem ekki þarf að fara höndum um, þar eð þeir fylgja beltinu og mann- inum, þegar hann flytur sig frá einni kýr til annarrar. Réttar vélmjaltir juku nytina Um áratugi hefur verið vitað, að kýr mjólk- ast fyrr og betur, ef þær eru búnar undir mjaltir og mjólkaðar á réttan hátt. Þótt vélmjaltir hafi lagazt mikið á undanförn- um árum, skortir þó enn á víða, að þær gangi snurðulaust eins fljótt og vera þarf. í blaðinu Farmer and Stockbreeder, 15. nóv. s. L, er klausa um niðurstöður mjalta- tilraunar, sem gerð var á tilraunastöðinni í Ruakura á Nýja-Sjálandi. Er þar skýrt frá því, að afurðir kúnna verði meiri, ef vel er gætt að því að búa hverja kú undir mjaltir. Sumar þurfa meiri undirbúning en aðrar til að selja vel og þurrmjólkast, en um þetta er ekki hirt á mörgum bæjum, segir í greininni. Ónógur undirbúningur lækkaði nytina og stytti mjólkur skeiðið. ° í tilrauninni voru notaðar kvígur af Jers- ey kyni, og voru þær eineggja tvíburar. í ljós kom, að þær, sem búnar voru undir mjaltir með því að þvo og nudda spena og neðri hluta júgurs í 30 sek., áður en mjaltir hófust, mjólkuðu 30% meir en þær, sem til samanburðar voru og ekki voru búnar und- ir mjaltir. Annað stig tilraunarinnar var fólgið í því, að önnur kvígnanna í hverri samstæðu hlaut nauðsynlegan undirbúning fyrir mjaltir til að mjólkast eins hratt og vel og hægt var, en júgur kvígnanna í hinum hópnum voru þvegin í 5—8 sek. og spena- hylkin höfð á aðeins lengur en á að vera, en það er algengt og þá einnig á Nýja-Sjá- landi. Kvígurnar, sem voru búnar rétt und- ir mjaltir og mjólkaðar á réttan hátt, mjólk- uðu 58 dögum lengur en hinar, og voru af- urðir þeirra hærri sem svaraði 498 kg af mjólk eða 33 kg af smjörfitu. Þurfti lítinn undirbúning fyrir mjaltir fyrstu 50 daga mjólkurskeiðsins, en meiri eftir því, sem leið á það. Það kom í ljós, að lágmjólka kvígur þurftu meiri undirbúning og einnig þær, sem voru viðkvæmar og taugaveiklað- ar. F R E r R 333
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.