Freyr

Årgang

Freyr - 01.09.1969, Side 39

Freyr - 01.09.1969, Side 39
Niðurstaðan af þessum tilraunum sýndi, að kýrnar í þeim flokkum sem fengu hey- fóður eftir vild gáfu meiri mjólk og hærri mjólkurfitu en kýrnar í kjarnfóðurflokkn- um. Nam sá munur að meðaltali öll árin 0,69 kg af mjólk og 0,14% af fitu eða 1,17 kg af 4% feitri mjólk, fyrir hverja kú á dag og var sá munur stærðfræðilega raunhæfur. Þessar niðurstöður styðja að fullu þá skoðun, sem oft hefur verið bent á, að hér sé hagkvæmast að fóðra mjólkurkýr með eins miklu heyfóðri og unnt er, bæði þurr- heyi og votheyi. Þeim mun betra sem hey- fóðrið er, snemmslegið, súgþurrkað og vel verkað, því stærri hlutdeild getur það átt í heildarfóðri kúnna og kjarnfóðrið að sama skapi minni. Auk þess, sem hér hefur komið fram, er heyfóðrið ávallt til muna ódýrara en að- keypt kjarnfóður. Síldarmjöl Þá var og skýrt frá síldarmjölsgjöf handa lömbum. Tilgangurinn með þessari tilraun var að upplýsa hvort lömb þrifust — þeirra fyrsta vetur — betur á kjarnfóðurblöndu með 15% síldarmjöli til samanburðar við kjarnfóðurblöndu með 25% af sojamjöli. Báðar blöndurnar voru jafn eggjahvíturík- ar, aðeins sá munur á þeim, að í annarri var eggjahvítan að mestu úr dýraríkinu, síldar- mjöli, en hin fóðurblandan hafði eingöngu eggjahvítu úr jurtaríkinu. Fóðureggjahvít- an úr dýraríkinu eins og fiskmjöli, kjöt- mjöli og blóðmjöli, svo nokkuð sé nefnt, er yfirleitt betri og eftirsóttari til fóðurs og dýrari á heimsmarkaðinum en fóðureggja- hvítan úr jurtaríkinu eins og olíukökum, sojamjöli, baunum og mörgum fleiri eggja- hvíturíkum jurtafræjum. Þessi fóðrunartilraun stóð yfir í 4 ár og tilraunaflokkarnir voru tveir. Lömbin fengu að jafnaði 200 gr af kjarn- fóðurblöndu á dag hvert lamb. Annað fóður fengu tilraunaflokkarnir að jöfnu hvert ár, bæði hvað snerti magn og gæði. Öll árin þrifust lömbin, sem fengu síldarmjölsfóð- urblönduna, betur en lömbin í hinum flokk- unum. Einnig skiluðu þau, sem fengu síld- armjölið, meiri og betri ull en lömbin í samanburðarflokknum. Frá því farið var að nota kjarnfóður að nokkru ráði hér á landi hefur síldarmjöl og annað fiskimjöl ávallt verið notað sem aðaleggjahvítufóðrið og er það vel, því ákjósanlegra eggjahvítufóður er ekki hægt að fá. Þegar nú er farið að flytja inn ó- malaðan og góðan maís í fóðurblöndur með fiskmjöli þá gefur það auga ,leið, að auð- velt er að framleiða hér — eins og líka er gert — úrvalsgóðar fóðurblöndur og gæða- meiri fóðurblöndur en nú eru fluttar er- lendis frá, sem undantekningarlítið inni- halda eintóma eggjahvítu úr jurtaríkinu. Grænfóður Þá var rætt um tilraunir með grænfóður- ræktun og samanburð á því að beita mjólk- urkúm á það annarsvegar og hinsvegar að hirða grænfóðrið og fóðra kýrnar á því í fjósinu. Tilraunaniðurstöðurnar sýndu, að nýt- ingin á grænfóðrinu var að sjálfsögðu mik- ið meiri þegar það var fært til þeirra í fjós- ið. Þá tróðst ekkert af því niður í svaðið, einnig að það sparaði 20—40% af beitiland- inu þegar kúnum var ekki beitt. Hinsvegar er mikil vinna við að hirða og flytja græn- fóðrið daglega í fjósið til kúnna. Er sú vinna nokkuð komin undir því hvernig f jós- in eru byggð og hve mikill tæknibúnaður er fyrir hendi við hirðinguna. í mörgum löndum, þar sem landrými er lítið, eru mjólkurkýr fóðraðar ekki aðeins á veturna í fjósunum heldur einnig á sumr- in til að fá sem mest fóður af landinu. í gangi er sama tilraun með mjólkurkýr á Fagerholm í Danmörku. Fjölmargt annað er til frásagnar af þess- um fundi, en hér lýk ég máli mínu að þessu sinni. F R E Y R 353

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.