Freyr - 01.09.1969, Síða 51
Hundaæði
Af völdum hundaæðis létu 637 manns lífið í
92 löndum, samkvæmt alþjóðlegu yfirliti
um hundaæði, sem Alþjóðaheilbrigðismála-
stofnunin (WHO) hefur látið gera.
Af þeim 92 ríkjum, sem gáfu WHO upp-
lýsingar, tilkynntu 63, að hundaæði gerði
vart við sig í löndum þeirra. Bólusetning
gegn hundaæði var veitt 560.000 manns,
sem komið hafði nálægt skepnum, er grun-
aðar voru um að ganga með sjúkdóminn.
Hundaæði í refum er nú farsótt í Mið-
Evrópu, einkum í Þýzkalandi, og breiðist
út til nágrannalandanna. Tékkóslóvakía og
Pólland tilkynna, að hundaæði fari vaxandi
í villtum dýrum þar í löndum, og að veikin
breiðist út til Austurríkis, þar sem hún kom
upp aftur 1966 eftir 7 ára fjarveru. Far-
falla og fituna, sem er nokkurt vandamál.
í sambandi við þau atriði var samþykkt
áskorun til kjötmats ríkisins og sláturhús-
anna um:
□ að hámarksþyngd lambsskrokks á mark-
aði sé 15 kg.
□ að kjötmatið verði samræmt um allt
land.
□ að hið allra fyrsta verði hver lambs-
skrokkur rúllustimplaður og þannig
auðkenndur I, II og III flokkur.
Þingið lagði meðal annars áherzlu á að
brýna fyrir almenningi nauðsyn þess, að
sauðfé yrði fjölgað, einkum í þeim sveit-
um, sem mörg býli hafi fallið úr byggð því
að þar geti féð hjálpað til að varna algjörri
örtröð vegna sinuflóka, og útbreiðslu ó-
æskilegra jurta megi tefja með því að beita
landið.
sóttin barst til Sviss 1967, þegar óður refur
var skotinn nálægt þýzku landamærunum.
Refurinn er í senn helzti sökudólgurinn
og fórnardýrið, og hingað til hafa húsdýr
sloppið að mestu. Strangar varúðarráðstaf-
anir hafa verið fyrirskipaðar — refir og
greifingjar skulu skotnir, bann lagt við að
flytja hunda og ketti, o. s. frv. — en skyldu-
bólusetning húsdýra hefur ekki verið tekin
upp.
Vestan hafs hefur hundaæði í skepnum
verið að meðaltali 50 tilfelli árlega í Dóm-
iníska lýðveldinu nokkur undanfarin ár, en
árið 1967 hækkaði talan skyndilega upp í
235. í Mexíkó hefur hundaæði verið í vexti
undanfarin 20 ár, en aukin bólusetning
hunda hefur fækkað sjúkdómstilfellum
meðal manna.
Fólk, sem talið er vera í mestri hættu, er
bólusett, og haldið er uppi herferð með
f jöldabólusetningu.
Önnur lönd í rómönsku Ameríku eru bet-
ur á vegi stödd en áður. Frá 1966 til 1967
fækkaði hundaæðis-tilfellum í Paraguay
um helming, og á sama tíma fækkaði til-
fellum í Perú úr 1600 niður í 907 — vegna
strangara eftirlits. Mestar urðu þó fram-
farirnar i Uruguay, þar sem tilfellin voru
516 meðal dýra og eitt meðal manna árið
1966, en ári seinna voru einungis 29 dýr með
hundaæði og enginn maður. Hundaæði í
kvikfénaði í Trinidad og Tobago er haldið
í skefjum með fjöldabólusetningu naut-
penings og skipulegri útrýmingarherferð
gegn blóðsugu-leðurblökunni.
Ekki er vitað til þess, að' hundaæði hafi horizt til
íslands, en með stðrauknum og: örum samgöngum
getur það skeð, ef varúðarráðstafnir svíkja. í Græn-
landi hefur þessi kvilli gert sín vart nokkrum sinn-
um.
F R E Y R
365