Freyr - 01.09.1969, Side 52
A/°iAr
Leiðrétting
Þess er rétt að geta. að prentvillupúkinn var á ferð
þegar greinin um sel og selfarir birtist í 13—14
hefti. Þar átti smjörkaka auðvitað að vera smjör-
skaka, fólk skók strokkinn í gamla tiaga og skellti
sköku síðan. f öðru lagi skyldi drafi auðvitað vera
drafli. Fornmenn fluttu smjör og drafla heim frá
seljum allt frá íslands fyrstu byggð, og það var
kostamaturirin grautur og drafli, sem gert var úr
áfunum á smalaárum Hólgeirs Þorsteinssonar.
Og svo hefur týnzt heil lína í aftari dálki á bls.
348, fimmta lína neðanfrá. Þar skyldi standa: Aft-
ur á móti var Hvassafelsselið með allt öðru sniði,
þar var reglulegt selhús, o. s. frv.
Aðalfundur Stéttarsambands bænda
verður haldinn að Reykjum í Hrútafirði daga 29.
og 30. ágúst. Reiknað er með að þetta hefti Freys sé
komið til lesenda fyrir þann tíma.
Kanínukjöt
Um 30 ára skeið hafa Danir framleitt talsvert magn
af kanínukjöti og eru það fyrst og fremst smábænd-
ur, sem hafa ræktað kanínur. Kjöt þeirra selst að-
eins að mjög litlu leyti í heimalandi en markaður
fyrir það hefur aðallega verið í Frakklandi og á
Ítalíu. Síðastliðið ár var framleiðsían 845 lestir og
hefur minnkað um helming á fáum árum eða síðan
smábændum fækkaði að ráði ,en um undanfarin
tvö ár hefur dönskum bændum fækkað um 20 á dag
að meðaltali. Um 30 þúsund bændabýli hafa horfið
(úr búskap) síðan 1960, aðallega eru það smábænd-
ur sem hafa horfið að iðnaði eða öðrum störfum.
Vatnakrabbi
er algengur í vötnum í Svíaríki og er veiddur á
vissum tímum aðallega síðsumars. Hann þykir herra-
mannsmatur. Þetta er stór skepna, eða álíka og
humar, sem veiddur er hér við land. Frétt sænskra
búnaðarblaða hermir, að um 60.000 ungkrabbar séu
fluttir inn frá Kaliforníu um þessar mundir og
bændafélögin ákveða í hvaða vötn þeim verði
sleppt. Tjá þau. að um 140 umsóknir vatnaeigenda
hafi borizt. Gert er ráð fyrir að ræktun hans verði
aðallega í vötnum Mið-Svíþjóðar. Eigi veit Freyr
hvort hin innflutta krabbategund er sú sama og er
í sænskum vötnum (kraftan) algeng og mikils met-
inn matur.
Vi byder nordiske
venner
velkommen til Island.
Aðalfundur NBC
(Nordens Bondeorganisat-
ioners Centralrád) verður
haldinn í Reykjavík dagana
16. og 17. september n. k.
Þetta er í fjórða sinn, sem
slíkur fundur er háður hér
á landi og þar mæta fulltrú-
ar samtakanna frá öllum
Norðurlöndum. Þetta hefti
Freys er að nokkru mótað
þannig að gestunum veitist
tækifæri til að kynnast at-
höfnum og ástæðum okkar.
366
F R E Y R