Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1971, Blaðsíða 5

Freyr - 01.07.1971, Blaðsíða 5
FREYR BÚNAÐARBLAÐ Nr. 14 — Júl í 1971 67. árgangur Útgefendur: BÚNAÐARFÉLAG ÍSLANDS STÉTTARSAMBAN D BÆNDA Útgáfustjórn: EINAR ÓLAFSSON HALLDÓR PÁLSSON PÁLMI EINARSSON Ritstjórn: GÍSLI KRISTJÁNSSON (ábyrgðarmaður) ÓLI VALUR HANSSON Heimilisfang: PÓSTHÓLF 7080, REYKJAVÍK BÆNDAHÖLLIN, REYKJAVÍK Áskriftarverð kr. 300 árgangurinn Ritstjórn, innheimta, afgreiðsla og auglýsingar: Bœndahöllinni, Reykjavik — Sími 19200 Prentsmiðja Jóns Helgasonar Reykjavík — Sími 38740 EFNI : Sumarlöndin Sauðnaut til íslands íslenzkar eiturjurtir Um fœðuvalið Kraftfóðurframleiðsla nútímans Viðhald votheyshlöðunnar Húsmœðraþáttur Molar Sumarlöndin Um það er ekki að villast, að á landnamsöld og löngu síðar hefur landið verið gróðri vafið í langtum ríkara mæli en við þekkjum. Hefði eigi svo verið mundi byggð aldrei hafa þróast í dölum, langt innan við núverandi gróðurmörk, en fjöldi eyðibýla er þekktur frá fyrri alda skeiði innar og ofar en nókkur byggð ríkir nú. Mann- vistir og náttúruöfl hafa lagzt á eitt með að eyða gróðri og jarðvegi og má svo segja, að enn sé að því unnið, en það gerist þegar um ofsetu er að rœða og harðýðgi nátt- úruaflanna er í meira lagi. Eigi að síður er það svo, að enn í dag er langt frá því að búskapur þrífist á stórum svœðum og í þeim mæli, sem raun er á, ef ékki vœru víðernin á bak við byggð- irnar, heiðalöndin, hlíðar og dalir, þar sem búsmali lifir og hrærist á sumrum, safnar forða og eflir vöxt. Um þriðjung ársins nærist búfé einungis af gróðri víð- ernanna um heiðar, fjöll og firnindi. Þar verða til svo sem 12—14 þúsund lestir af lambakjöti og öðru kjöti, sem árlega skapazt af gróðri víðlendanna. Þar safnar búféð heilsu og hreysti, er endist árlangt með aðstoð þeirrar eftirtekju, sem búendur safna á heimalöndum. Á ræktuðu skákunum heima er tékin sú næring, sem nægir til að viðhalda lífi skepnanna, eða eitthvað í þá átt, og svo til að framleiða nokkurn hluta þeirrar mjólk- ur, sem er framleiðsla búanna. Það er sjálfsagt ekki ofmælt þótt fullyrt sé, að úthag- inn sé skapandi alls kjötsins, sem búfé skilar í þjóðar- búið. Því eru sumarhagarnir ékki lítils virði. Og því er vert að minnast þess, að eðlilegt er og sjálfsagt, að nokkuð sé fyrir þá gert til aukningar og eflingar jafnframt því, að landið þarf að sjá vaxandi hópi þjóðarþegna farborða, sjá um að veita fólkinu þær verðmætu afurðir, sem télj- ast til lífsnauðsynja. „Þar drúpir smjör af hverju strái“ mælti Þórólfur og fékk af því viðurnefni. Mætti land það, sem eitt sinn var algróðið, gróa á ný fyrir tilstilli samtíðar okkar og fram- tíðarinnar, til þess að þar megi smjör drúpa af stráum handa þeim, er enn hafa ekki séð heimsins Ijós á voru landi. Mœtti haglendi sumarsins vaxa, þá vex einnig gæfa og gengi komandi kynslóða hér á norðurhjara G. F R E Y R 285

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.