Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1971, Blaðsíða 9

Freyr - 01.07.1971, Blaðsíða 9
Hópur sauðnauta í varnarstöðu. íslandi mundi hæfa sauðnautum vel. Benti hann á það, að á Nunivak í Beringhafinu væri miklu votviðrasamara heldur en á íslandi. Þetta sýndi, að sauðnaut þyrftu alls ekki heimskaucaloftslag. Ennfremur taldi J. T. að haglendi á íslandi mundi henta sauðnautunum vel, og það með — en að þessu spurði ég sérstaklega — að sauðnaut gengju hvergi nærri eins nálægt gróðri í högum oins og t. d. sauðfé eða geitur. Þetta er auðvitað sérlega þýðingar- mikið, því að gróðurríki lands okkar stend- ur höllum fæti. í bréfinu til mín segir Teal svo um þetta: „Sauðnaut naga ekki niður í rót svipað og sauðfé og jafnvel kýr gera, heldur beita þau sér hér og hvar, og þurfa þess vegna allstóra haga. Þau bíta einnig gulvíði og fjalldrapa. Vegna þeirrar sérlega góðu ein- angrunar, sem ull sauðnautanna gefur, missa þau lítinn líkamshita og þurfa því minna fóður til þess að lifa. í því sam- bandi má benda á, að fullorðinn tarfur, sem vegur um 900 pund, þarf aðeins einn sjötta-hluta þess dagsfóðurs, sem venjulegt holdnaut þarfnast. Vegna þess er engin hætta á þeim landskemmdum frá sauð- nautum, sem ævinlega hafa fylgt sauðfé, hvar sem er í veröldinni.“ Teal bendi í bréfi sínu á marga kosti sauðnautanna, svo og það, að hægt mundi vera, með samþykki danskra stjórnarvalda að fá þau frá Austur-Grænlandi. Hugmynd mín um innflutning og land- nám sauðnauta á íslandi er margra ára gömul. Þó var það aðeins nýlega að ég setti mig í samband við Teal. Mér virtist frá því fyrsta, að Vestfirðir mundu vera ákjósanlegur landnámsstaður fyrir dýrin, og minnt.ist á Vestíirði sem líklegan lands- hluta í fyrsta bréfi mínu til J. T. Hann svaraði því til, að honum hefði einmitt komið hið sama í hug og stungið upp á Vestfiörðum sem slíkum stað, þegar hann heimsótti ísland árið 1965. í þessum leið- angri til landsins átti Teal tal við ýmsa ráðamenn í landbúnaði og ríkisstjórn og hreyfði sauðnautainnflutningi og eldi við þessa menn. Ég er ekki Vestfirðingur og þekking mín af þessum fallega — og þó að sumu leyti harðbala — landshluta, er bundin við það, sem ég hefi lesið urn hann, sérstaklega í Árbókum Ferðafélagsins. Þó hefi ég nokkr- um sinnum heimsótt norðurhluta ísafjarð- ardjúps þar sem ég á skyldfólk. Hinsvegar mun öllum Ijóst, að landbúnaður og sjáv- arútvegur hafa farið minnkandi þar á und- anförnum árum, og það svo, að Horn- strendur og Jökulfirðir eru nú orðið í eyði. Ýmsir mætir menn hafa á síðustu árum rætt um friðun Hornstranda, Frumvarp til laga var borið fram um þetta á s. I. Al- þingi. Framsögumenn voru þeir Matthías Bjarnason og Pétur Sigurðsson. Matthías sendi mér eintak af þessu frumvarpi að beiðni minni, og virðist mér að hér sé um prýðilegt lagafrumvarp að ræða. Því mið- ur var þessi löggjöf ekki afgreidd á síðast- liðnu þingi, en vonandi verður hún sam- þykkt næst þegar þing kemur saman. í ágætri greinargerð ræða flutningsmenn um fegurð og landkosti Hornstranda og um dýra- og fuglalíf þar. Stungið er upp F R E Y R 289

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.