Freyr - 01.07.1971, Blaðsíða 11
tölur geti breytzt getur hver og einn séð,
að hér er um mikil verðmæti að ræða.
* * *
Eins og áður segir kom Teal til íslands
árið 1965 og átti þá tal við ýmsa menn í
ríkisstjórn, um innflutning og eldi sauð-
nauta. Síðan hefur hann haft samband við
a. m. k. suma þessa menn um þetta. Ekki
getur hann þess hversu þessum málum sé
komið sem stendur, en nefnir, að sumir
þeirra hafi óttast að húsdýrasjúkdómar
kynnu að koma með þeim sauðnautum,
sem flutt yrðu til landsins.
Teal bendir á, að íslenzk sauðnaut
myndu koma frá þeim hluta Grænlands,
sem liggur fyrir norðan Scoresbysund.
Þessi dýr komi aldrei í samband við húsdýr
og að fátt sé þar annara villidýra, sem
veikindi gætu borið. Einnig bendir Teal á
það, að sauðnautin séu yfirleitt kvillalaus.
Þá mætli og hafa sauðnaut, sem til íslands
færu, í einangrun eins lengi og þurfa
þætti.
Mér hefur lengi sýnst, að hér sé um
stórkostlega þýðingarmikið mál að ræða.
íslendingar ættu að gera hvorutveggja,
koma upp stofni viltra sauðnauta, og bú-
hjörðum. Menn ættu að ræða þetta gaum-
gæfilega og án þess að draga inn í það
önnur óskyld málefni. Síðan gæti ríkis-
stjórn skipað nefnd bænda, náttúrufræð-
inga og náttúruverndarmanna, til þess að
athuga þetta sem vandlegast og frá öllum
hliðum. Þessi nefnd skilaði svo innan á-
kveðins tíma, áliti sínu til Alþingis og
ríkisstjórnar.
Þar sem ég er áhuganáttúrufræðingur
og náttúruverndarmaður er mér vel ljóst,
að oft hefur tekizt, illa til þegar annarleg
dýr, skordýr eða fuglar, eru flutt til nýrra
heimkynna. Þegar svo hefui farið, hefur
það þó venjulega verið vegna þess, að það
hefur verið gert að óhugsuðu máli, og oft
af tilviljun einni saman. Þannig var það
t. d. um minkinn!
Hinsvegar þarf þetta ekki að koma fyrir
og eru mörg dæmi um hið gagnstæða. Mér
sýnist fullljóst, að sauðnaut frá Austur-
Grænlandi myndu fella sig inn í íslenzka
náttúru eins og hönd inn í vettling, án þess
að valda hinum minnsta skaða í dýra- eða
jurtaríki landsins. Þvert á móti, myndu
þau stórauka fjölbreytni dýralífsins í
landinu og verða undirstaða fyrir nýja og
þýðingarmikla landbúnaðargrein.
Afkvæmasýningar
á sauöfé 1971
Á þessu ári verða afkvæmasýningar haldnar á Suðurlandssvæði og Austurlandssvæði
frá Hvalfirði til Eyjafjarðar. Sýna má bæði hrúta og ær með afkvæmum. Hverjum
hiúti þurfa að fylgja að minnsta kosti 22 afkvæmi, þar af tveir hrútar veturgamlir
eða eldri og 10 lömb, og af þeim a. m. k. tveir lambhrútar.
Hverri á þurfa að fylgja a. m. k. 5 afkvæmi, þar af einn hrútur vcturgamall cða eldri.
Fjáreigendur á ofangrcindu svæði, sem óska eftir afkvæmasýningum, sendi Árna G.
Péturssyni, Búnaðarfélagi íslands cða héraðsráðunautum búnaðarsamhanda á grcindu
svæði tilkynningu fyrir 1. ágúst n. k.
Búnaðarfélag fslands
— Sauðfjárrækt —
F R E Y R
291